Innlent

"Þið komuð með svínaflensuna“

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Maðurinn reifst við krakkana, eins og heyra má að myndskeiðinu.
Maðurinn reifst við krakkana, eins og heyra má að myndskeiðinu.
Íslenskt myndband hefur vakið gríðarlega athygli á Facebook í dag. Þar sjást nokkrir íslenskir unglingar, með asískt útlit, deila við mann í Smáralindinni. Maðurinn sakaði unglingana um að hafa komið með svínaflensuna til Íslands en þau saka hann um fordóma á móti."Þessi maður kom að okkur áðan í Smáralindinni og spurði okkur hvort við töluðum íslensku og sögðum nátturulega já, hann labbaði í burtu en svo kom hann tilbaka með RISA kjaft!" segir tvær stelpur í færslu með myndbandi sem hún birti á Facebook."Hann byrjaði að móðga okkur, kallaði okkur Kínverja, segja að við komum með svínaflensuna og byrjaði að hóta að slást við okkur og kallaði okkur rasista þannig að Hajar reif kjaft við hann tilbaka haha," segja stelpurnar sem heita Hajar Anbari og Cassandra Björk Vilhelmsdóttir.Myndbandinu hefur verið dreift 1664 sinnum.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.