Fleiri fréttir

Árni Páll í fyrsta sæti

Árni Páll Árnason varð í fyrsta sæti i prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum. Hann var með 1041 atkvæði í fyrsta sætið. Katrín Júlíusdóttir er í öðru sæti.

Hundapi tekur flækingskött að sér

Bavíani í ísraelskum dýragarði hefur tekið að sér lítinn kettling sem villtist með einhverjum hætti inn í búr hundapans.

Enn beðið eftir tölum Samfylkingarinnar

Enn er beðið eftir tölum úr prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi en til stóð að kynna þær klukkan sjö. Það gekk ekki eftir. Kosningin var rafræn en einnig var greitt atkvæði með gamla laginu, það er að segja að skrifa sín x niður á blað.

Bjarni með rétt tæp 60 prósent atkvæða

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er með rétt tæp 60 prósent greiddra atkvæða í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi, eftir að 1198 atkvæði hafa verið greidd.

Bjarni í fyrsta sætið - Vilhjálmur líklega á leið á þing

"Hvað varðar kjör mitt, þá má segja að það séu óvanalegir timar uppi. Það er óhefðbundið að það sé boðið gegn sitjandi þingmanni,“ sagði Bjarni Benediktsson í viðtali við RÚV þegar fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi voru lesnar upp.

Sigmundur Ernir og Jónína falla líklega af þingi á næsta kjörtímabili

Tveir þingmenn Samfylkingarinnar eiga líklega ekki afturkvæmt á Alþingi næsta kjörtímabil en það eru Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir sem detta út í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi. Jónína Rós sagði í samtali við fréttastofu RÚV að hún væri vonsvikin yfir árangrinum.

Faðir annarrar stúlkunnar í smyglmáli í miklu áfalli

Tvær íslenskar stúlkur sitja nú í fangelsi í Prag í Tékklandi en í fórum þeirra fannst mikið magn kókaíns. Þær hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald. Þær voru að koma frá Brasilíu og var förinni heitið til Kaupmannahafnar.

Stúlkurnar í sjö mánaða langt gæsluvarðhald

Stúlkurnar tvær, sem voru handteknar í Tékklandi á dögunum með allt að átta kíló af kókaíni í fórum sínum, hafa verið úrskurðaðar í sjö mánaða gæsluvarðhald samkvæmt heimildum fréttastofu.

Þokkaleg kosning hjá Samfylkingunni

Um átján hundruð Samfylkingarmenn hafa kosið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í dag en kjörstöðum þar lokar klukkan fimm. Þá höfðu 700 tekið þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem þykir þokkalega gott. Þess má geta að kosningin var rafræn auk þess sem hægt var að fara á kjörstaði til þess að kjósa.

Hætta við risavopnasamning vegna gruns um spillingu

Íraska ríkisstjórnin hefur hætt við að vopnakaupsamning sem ríkið gerði við Rússland í október síðastliðnum að andvirði 4,2 milljarða dollara. Ástæðan er sú að forsætisráðherra Íraks, Nouri Maliki, grunar að spilling eigi í hlut varðandi viðskiptin.

Gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga.

Snarpur skjálfti í Eyjafjarðaráli

Klukkan 12:12 í dag mældist jarðskjálfti af stærðinni 3,3 í Eyjafjarðarál, um 20 kílómetra NNA af Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofunni.

Hélt framhjá með ævisöguritaranum

Forstjóri öflugustu leyniþjónustu veraldar, CIA, hefur sagt upp störfum eftir að bandaríska alríkislögreglan komst að því að hann hélt framhjá konu sinni.

Gagnrýnir málþing harðlega

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, gagnrýnir harðlega málþing um gerð nýrrar stjórnarskrár sem fram fór í gær. Hún segir ótrúlegt hvernig fræðimenn við Háskóla Íslands hafi leyft sér að snúa út úr í málinu.

Verið heima - það er ekkert ferðaveður

Fólk er hvatt til þess að halda sig heima í dag enda ekkert ferðaveður. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins fóru í nokkur útköll í gærkvöldi og í nótt, veðurofsinn er þó ekkert í líkingu við það sem landsmenn urðu vitni að í síðustu viku.

Sér bara hryðjuverk

„Það er engin borgarastyrjöld hjá okkur,“ segir Bashar al Assad Sýrlandsforseti í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Hann segir stjórnarherinn eingöngu eiga í stríði við hryðjuverkamenn sem njóti stuðnings frá útlöndum.

Kosið á lista í dag

Prófkjör fer í dag fram hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, hjá Samfylkingunni hófst rafrænt flokksval á miðnætti í gær og stendur til klukkan fimm en þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta kosið á hefðbundinn hátt í fimm bæjarfélögum kjördæmisins.

Ísbíll út af veginum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðar út á nokkrum stöðum á landinu í gærkvöldi og nótt vegna óveðursins sem farið hefur yfir landið.

Vegagerðin: Ófært á Steingrímsfjarðarheiði og Holtavörðuheiði

Óveður er á sunnanverðu Snæfellsnesi og snjóþekja er á Vatnaleið en hálka á Fróðárheiði samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Einnig er ófært á Holtavörðuheiði og beðið mokstur vegna veðurs. Þæfingsfærð er á Bröttubrekku og skafrenningur.

Líkamsárás við þýska barinn

Lögreglan fékk tilkynningu um líkamsárás við Þýska barinn í nótt. Þar var dyravörður sleginn í andlitið en atvikið er flokkað sem minniháttar atvik af hálfu lögreglu. Árásarmaðurinn var látinn laus eftir að lögreglan hafði rætt við hann.

Víða 15-23 metrar á sekúndu í dag

Klukkan sex í morgun var norðanátt, víða hvassviðri eða stormur, en hægari vindur á Suðaustur- og Austurlandi samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

Fréttaskýring: Fiskimið falin undir ísnum

Með hlýnun á norðurhveli hopar ísþekja Íshafsins hratt. Þar opnast aðgengi að hafsvæði sem gæti fóstrað stóra fiskstofna enda landgrunnið undir ísnum víðáttumikið. Ísland gæti í framtíðinni átt þar sóknarfæri.

Þingnefndarformaður telur brögð í tafli á Eir

Rekstur hjúkrunarheimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samningaviðræðum Eirar við kröfuhafa sína.

Skattar lækki til að örva efnahagslífið

Samtök atvinnulífsins kynntu í gær nýja skýrslu um skattamál. Telja samtökin að skattahækkanir síðustu ára hafi valdið efnahagslífinu skaða og leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu.

Android í skotlínunni

„Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna.

Ábyrg fyrirtæki njóta ávinnings

Landsvirkjun hefur ráðið Rögnu Söru Jónsdóttur í starf forstöðumanns samfélagsábyrgðar. Um er að ræða nýja stöðu hjá fyrirtækinu en Landsvirkjun er í hópi fyrstu fyrirtækjanna hér á landi til að búa til stefnu um samfélagslega ábyrgð.

Margir vildu afbrigðilegt kynlíf

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir hefur höfðað skaðabótamál á hendur 25 ára gamalli konu sem setti auglýsingu í nafni Maríu inn á vefinn Einkamál. Hún krefst hálfrar milljónar króna í bætur auk málskostnaðar.

Brjálað veður - festið trampolínin niður

Brjálað veður gengur nú yfir vesturlandið og hefur lögreglan á Suðurnesjum fengið eina tilkynningu um þakplötur séu að losna af húsum. Björgunarsveitn var send á staðinn til að kíkja á aðstæður. Á Ísafirði er einnig mjög slæmt veður og mikið rok en engar tilkynningar hafa borist til lögreglunnar vegna þess. Lögreglan vill hvetja íbúa til festa allt lauslegt niður, svo sem útigrill og trampólín.

Skírði synina Barack Obama og Mitt Romney

Móðir frá Kenía í Afríku eignaðist tvíbura morguninn eftir að úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Þegar komið var að því að finna nöfn á litlu krílin var fátt annað sem kom upp í hugann á móðurinni en Barack Obama og Mitt Romney.

Ræktaði kannabis í tjaldi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni fíkniefnasala, sem var með kannabisefni í níu sölupakkningum á sér. Við leit, sem hann hafði heimilað í húsnæði sínu, fannst kannabis út um alla íbúð ásamt kannabisfræjum. Þetta er í annað skipti á skömmum tíma sem maðurinn er handtekinn vegna fíkniefnasölu. Í fyrra skiptið runnu lögreglumenn á kannabislykt sem reyndist koma frá heimili hans. Við leit þá fundust um 100 grömm af kannabisefnum, ýmist í söluumbúðum eða stærri pokum, auk lítillar vogar.

Ástþór slær í gegn með ljósmyndabók

"Þetta er náttúrulega allt saman sölumennska - það er alltaf verið að selja hugmyndir og fegurð. Í þessu er það náttúrufegurð en í hinu er það persónufegurð,“ segir Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi, sem hefur nú alfarið snúið sér að ljósmyndun. Svo vel gengur hjá honum að vefur breska blaðið Daily Mail birtir umfjöllun um nýja ljósmyndabók sem hann gaf út á dögunum.

Jólagjöf stolið úr íbúð

Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í Vogum í vikunni. Þegar lögreglan á Suðurnesjum mætti á vettvang kom í ljós að gluggi á suðurhlið hússins hafði verið spenntur upp og hinir óboðnu gestir komist inn um hann.

Fengu sér smók á klósettinu

Tilkynningar til lögreglu geta verið af ýmsum toga, eins og dæmin sanna. Nýverið tilkynnti öryggisvörður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar lögreglunni á Suðurnesjum um að tveir karlmenn væru reykjandi inni á salerni í flugstöðinni. Þegar lögregla mætti þangað voru reykingamennirnir komnir fram í töskusal. Lögreglumenn ræddu við þá og kváðust þeir vera að koma frá Kaupmannahöfn. Lögreglan las mönnunum, sem báðir eru á þrítugsaldri, pistilinn og sögðust þeir aldrei myndu reykja inni á salerni oftar.

Spennan í Kraganum

Á morgun kemur í ljós hverjir mun skipa efstu sæti lista Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Hart verður barist í báðum flokkum, í Samfylkingunni takast Árni Páll Árnason og Katrín Júlíusdóttir á um fyrsta sætið, og í Sjálfstæðisflokknum eru mörg ný andlit í pólitík að stíga fram á sjónarsviðið.

Ragnheiður Elín til fundar á NATO-þingi

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Prag núna um helgina. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins, t.d. aðgerðir NATO í Afganistan, ástandið í Norður-Afríku og Miðausturlöndum auk sjóræningja og viðbrögð NATO og alþjóðasamfélagsins við þeirri ógn.

Harðskeytt átök í boltanum á Suðurnesjum

Myndskeið frá Suðurnesjum, þar sem nokkrir piltar virðast hafa blandað saman bardaglist og knattspyrnu, fer víða þessa dagana. Myndbandið var meðal annars sent á hinn vinsæla knattspyrnuvef 101 Goals. Ritstjórn vefjarins segist hafa fengið myndbandið sent. Á því megi sjá mörg slagsmál sem virðist vera hluti af knattspyrnunni og leikmenn geri sér grein fyrir því fyrirfram. Sjón er sögu ríkari þannig að þú getur skoðað myndskeiðið hér.

Sjá næstu 50 fréttir