Fréttaskýring: Fiskimið falin undir ísnum 10. nóvember 2012 07:00 Áhrif hlýnunar munu líka hafa víðtæk áhrif á heimamiðum okkar Íslendinga. Bæði felast í því tækifæri og hættur fréttablaðið/pjetur Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira
Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Sjá meira