Fréttaskýring: Fiskimið falin undir ísnum 10. nóvember 2012 07:00 Áhrif hlýnunar munu líka hafa víðtæk áhrif á heimamiðum okkar Íslendinga. Bæði felast í því tækifæri og hættur fréttablaðið/pjetur Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Hver eru hugsanleg áhrif umhverfisbreytinga í Norður-Íshafi? Spár sérfræðinga benda til að í hönd fari tímabil heimshlýnunar af mannavöldum, sem hafa mun gríðarleg áhrif á umhverfisskilyrði í Norðurhöfum. Þetta vekur áleitnar spurningar um þróun fiskveiða Íslendinga og tækifæri á hafsvæðum norður af landinu, sem Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, gerði tilraun til að svara á Sjávarútvegsráðstefnunni á fimmtudag. Úr litlum í stórtækar veiðarOpnun nýrra siglingaleiða yfir Norður-Íshaf, og tækifærin sem þeim fylgja, hefur verið töluvert í umræðunni undanfarin ár. Minna hefur verið rætt um hvað áhrif hlýnunin og minnkandi ísþekja hennar vegna koma til með að hafa á fiskistofna og veiðar. Jóhann sagði að gengju spár eftir að verulegu eða öllu leyti væri ljóst að víðáttumikið landgrunn, sem á engan sinn líka hér um slóðir, myndi opnast fyrir ýmsa nýtingu, ekki síst fiskveiða sem eiga sér enga hliðstæðu á svæðinu í dag og eru frekar takmarkaðar. Þvert á móti gætu opnast möguleikar fyrir stórtækar nútímaveiðar. „Þarna munu án efa skapast gríðarleg tækifæri fyrir Ísland og aðrar þjóðir á norðurhjara,“ sagði Jóhann. Hvaða dýralíf skapaðist þarna, væri háð hafstraumum, að sögn Jóhanns, og þeim lífkerfum sem sköpuðust, til dæmis hvort rauðáta eða aðrar öflugar tegundir nýttu sér aðstöðu og sköpuðu forsendur fyrir æðri lífverur, fisk og spendýr. ÁvinningurEn um hvaða stofna er um að ræða; hvaða stofnar munu nýta sér þessar breytingar? Jóhann sagði ljóst að það væru stofnar sem yxu hratt, væru kulþolnir og tækifærissinnaðir við val á hrygningarsvæðum og í fæðuvali. Nefndi Jóhann nokkrar tegundir sem líklegar væru til að hasla sér völl á þessum svæðum og nefndi norsk-íslensku síldina og Barentshafsþorsk. Ufsi og ískóð frá Kyrrahafi eru inni í þessari mynd ásamt loðnunni. „Þessir stofnar eru líklegir til að stækka. Það gæti því orðið um gríðarlegan ávinning að ræða í Íshafinu og jöðrum þess. Óvissan er mikil en það sem er áhugavert fyrir okkur Íslendinga er hvort okkar deilistofnar munu stækka og hvort við gætum gert kröfu um stærri hlutdeild í framhaldinu,“ sagði Jóhann, en stóru hagsmunaaðilarnir í þessu samhengi eru Rússar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn, auk Norðmanna og Grænlendinga. „Ég tel því mjög mikilvægt okkar hagsmunum að við reynum að stuðla að því að aðferðafræðin við uppskiptingu stofna sem eru að breyta útbreiðslu sinni verði styrkari, því um þetta munu verða mikil átök í framtíðinni,“ sagði Jóhann. Allt of lítið er vitað um orsakatengsl og samhengi í lífríkinu, ekki síst á heimskautasvæðunum. Jóhann sagði það því grundvallaratriði að fylgjast með þróuninni með öflugu rannsókna- og vöktunarstarfi. „Við verðum að fylgjast grannt með þessum vistfræðilegu átökum,“ sagði Jóhann. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira