Gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar 10. nóvember 2012 14:21 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga. Steingrímur segir að samtökin hafi gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp ráðherrans um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að „auðvelda bönkunum að ljúga að okkur", eins og það er orðað í auglýsingunni, þar sem ekki sé tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Steingrímur segir þetta meðal annars misskilning og að lögin betrumbæti upplýsingar sem neytandi á rétt á af hálfu lánastofnanna. Hér fyrir ofan má sjá auglýsinguna. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu ráðherrans í heild sinni: „Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar undafarna daga og vakið þannig athygli á málstaði sínum. Í því skyni hafa þau því miður gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að "auðvelda bönkunum að ljúga að okkur"þar sem ekki er tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Við þetta er margt að athuga. Í fyrsta lagi er árleg hlutfallstala kostnaðar fyrst og fremst tól sem á að hjálpa neytendum að bera saman lánssamninga. Ekki er hægt að veita upplýsingar um framtíðarþróun verðtryggðra lána enda veit engin núlifandi maður hver þróun verðbólgu á Íslandi né annars staðar í heiminum verður, ekki frekar en þróun stýrivaxta næstu 40 árin. Vegna ólíks eðlis verðtryggðra og óverðtryggðra lána og þeirra mismunandi þátta sem hafa áhrif á þróun greiðslubyrði og höfuðstóls þessara lána þá hentar árleg hlutfallstala kostnaðar ekki til þess að bera saman slíka samninga. Hún hentar hinsvegar mjög vel til þess að bera saman eitt verðtryggt lán við annað eða eitt óverðtryggt lán við annað. Til þess að hjálpa neytendum að átta sig á muninum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og því hvaða áhrif verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans geta haft á greiðslubyrði og höfuðstól lána þá er í frumvarpinu sérstaklega kveðið á um að lánveitanda beri að veita upplýsingar um sögulega þróun verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þannig að frumvarpið kveður á um upplýsingaskyldu til neytenda. Í öðru lagi eru lögin mikilvæg betrumbót á núgildandi lögum þar sem þær upplýsingar sem lánveitanda ber að veita á öllum stigum eru mun ítarlegri og betur úr garði gerðar. Auk þess sem kveðið er á um skyldu til að framkvæma mat á lánshæfi áður en lánssamingur er gerður og stuðla þar með að ábyrgum lánveitingum. Í þriðja lagi er tekið á svokölluðum smálánum með því að setja þak á árlega hlutfallstölu kostnaðar á árlegum grundvelli vegna slíkra lána en lögmaður þeirra fyrirtækja telur að slík lagasetning muni ríða þeim að fullu. Er þetta til að taka á lánum sem fyrir liggur að eru okurlán en tengjast ekki verðlags eða stýrivaxtaþróun í landinu sem önnur lán geta fallið undir. Frumvarpið kveður því á um mikilvæga vernd fyrir neytendur og að veita þær bestu mögulega upplýsingar um lánakjör sem hægt er hverju sinni. Tal um blekkingar og lygi í þessu sambandi eru því ekki þeim ágæta málstað sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir til framdráttar né þeim sem þau vilja verja." Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnu- og nýsköpunarráðherra, gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsingar Hagsmunasamtaka heimilanna sem hafa meðal annars birst í sjónvarpi síðustu daga. Steingrímur segir að samtökin hafi gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp ráðherrans um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að „auðvelda bönkunum að ljúga að okkur", eins og það er orðað í auglýsingunni, þar sem ekki sé tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Steingrímur segir þetta meðal annars misskilning og að lögin betrumbæti upplýsingar sem neytandi á rétt á af hálfu lánastofnanna. Hér fyrir ofan má sjá auglýsinguna. Hér fyrir neðan má lesa tilkynningu ráðherrans í heild sinni: „Hagsmunasamtök heimilanna hafa birt auglýsingar undafarna daga og vakið þannig athygli á málstaði sínum. Í því skyni hafa þau því miður gripið til þess ráðs að slá fram rakalausum fullyrðingum um nýlegt frumvarp atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um neytendalán. Er fullyrt í auglýsingunum að frumvarpið eigi með einhverjum hætti að "auðvelda bönkunum að ljúga að okkur"þar sem ekki er tekið tillit til verðbótaþáttsins við útreikning á árlegri hlutfallstölu kostnaðar verðtryggðra lána. Við þetta er margt að athuga. Í fyrsta lagi er árleg hlutfallstala kostnaðar fyrst og fremst tól sem á að hjálpa neytendum að bera saman lánssamninga. Ekki er hægt að veita upplýsingar um framtíðarþróun verðtryggðra lána enda veit engin núlifandi maður hver þróun verðbólgu á Íslandi né annars staðar í heiminum verður, ekki frekar en þróun stýrivaxta næstu 40 árin. Vegna ólíks eðlis verðtryggðra og óverðtryggðra lána og þeirra mismunandi þátta sem hafa áhrif á þróun greiðslubyrði og höfuðstóls þessara lána þá hentar árleg hlutfallstala kostnaðar ekki til þess að bera saman slíka samninga. Hún hentar hinsvegar mjög vel til þess að bera saman eitt verðtryggt lán við annað eða eitt óverðtryggt lán við annað. Til þess að hjálpa neytendum að átta sig á muninum á verðtryggðum og óverðtryggðum lánum og því hvaða áhrif verðbólga og vaxtahækkanir Seðlabankans geta haft á greiðslubyrði og höfuðstól lána þá er í frumvarpinu sérstaklega kveðið á um að lánveitanda beri að veita upplýsingar um sögulega þróun verðtryggðra og óverðtryggðra lána. Þannig að frumvarpið kveður á um upplýsingaskyldu til neytenda. Í öðru lagi eru lögin mikilvæg betrumbót á núgildandi lögum þar sem þær upplýsingar sem lánveitanda ber að veita á öllum stigum eru mun ítarlegri og betur úr garði gerðar. Auk þess sem kveðið er á um skyldu til að framkvæma mat á lánshæfi áður en lánssamingur er gerður og stuðla þar með að ábyrgum lánveitingum. Í þriðja lagi er tekið á svokölluðum smálánum með því að setja þak á árlega hlutfallstölu kostnaðar á árlegum grundvelli vegna slíkra lána en lögmaður þeirra fyrirtækja telur að slík lagasetning muni ríða þeim að fullu. Er þetta til að taka á lánum sem fyrir liggur að eru okurlán en tengjast ekki verðlags eða stýrivaxtaþróun í landinu sem önnur lán geta fallið undir. Frumvarpið kveður því á um mikilvæga vernd fyrir neytendur og að veita þær bestu mögulega upplýsingar um lánakjör sem hægt er hverju sinni. Tal um blekkingar og lygi í þessu sambandi eru því ekki þeim ágæta málstað sem Hagsmunasamtök heimilanna standa fyrir til framdráttar né þeim sem þau vilja verja."
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira