Android í skotlínunni 10. nóvember 2012 07:00 Rik Ferguson hjá TrendMicro er í hljómsveit og æfir karate. Þá hefur hann ráðlagt ESB um netöryggi og unnið fyrir Interpol. „Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna. „Þeir sömu og áður stóðu fyrir árásum á tölvur sjá nú hagnaðarvon í að herja á snjallsíma. Hér eru engir aukvisar á ferð,“ segir Ferguson, sem hélt erindi á „föstudagshugvekju“ Advania í gærmorgun. Óværan er svo af ýmsum toga. Sum forrit láta símann hringja eða senda skilaboð sem svo er rukkað hátt gjald fyrir, önnur stela gögnum og svo eru forrit sem láta símann „smella“ á auglýsingatengla þar sem eigendur þeirra fá greitt fyrir hvern smell. Á ráðstefnunni sýndi Ferguson líka hvernig fjarstýra mátti Android-farsíma sýktum af óværu og fylgjast með símtölum og SMS-sendingum, auk þess að láta hann taka upp það sem gerðist í kringum hann, allt án þess að notandinn yrði þess var. Helstu vörnina segir Ferguson að halda vöku sinni. Símar sýkist helst af óværu sem laumað er með öðrum hugbúnaði eða leikjum. Þá átti sig margir ekki á því að símar geti sýkst af því einu að smella á flýtivísun í tölvupósti eða SMS-skilaboðum. Þeir sem óttast sérstaklega að vera skotmörk óvandaðra tölvuglæpamanna ættu svo líka að velja símtæki með öruggara stýrikerfi en Android, segir Ferguson. Tölvuógnir fyrir farsíma séu hins vegar veruleiki sem bregðast verði við. olikr@frettabladid.is Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfirmaður þróunar, rannsókna og samskipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsælasta í heimi fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna. „Þeir sömu og áður stóðu fyrir árásum á tölvur sjá nú hagnaðarvon í að herja á snjallsíma. Hér eru engir aukvisar á ferð,“ segir Ferguson, sem hélt erindi á „föstudagshugvekju“ Advania í gærmorgun. Óværan er svo af ýmsum toga. Sum forrit láta símann hringja eða senda skilaboð sem svo er rukkað hátt gjald fyrir, önnur stela gögnum og svo eru forrit sem láta símann „smella“ á auglýsingatengla þar sem eigendur þeirra fá greitt fyrir hvern smell. Á ráðstefnunni sýndi Ferguson líka hvernig fjarstýra mátti Android-farsíma sýktum af óværu og fylgjast með símtölum og SMS-sendingum, auk þess að láta hann taka upp það sem gerðist í kringum hann, allt án þess að notandinn yrði þess var. Helstu vörnina segir Ferguson að halda vöku sinni. Símar sýkist helst af óværu sem laumað er með öðrum hugbúnaði eða leikjum. Þá átti sig margir ekki á því að símar geti sýkst af því einu að smella á flýtivísun í tölvupósti eða SMS-skilaboðum. Þeir sem óttast sérstaklega að vera skotmörk óvandaðra tölvuglæpamanna ættu svo líka að velja símtæki með öruggara stýrikerfi en Android, segir Ferguson. Tölvuógnir fyrir farsíma séu hins vegar veruleiki sem bregðast verði við. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira