Ólafsfjarðarmúli lokaður vegna snjóflóðahættu 10. nóvember 2012 15:06 Eyrarhlíð á síðasta vetur. Myndin tengist ekki fréttinni beint. Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Reikna má með hríðarveðri og slæmu skyggni meira og minna í allan dag austantil á Norðurlandi og Austurlandi suður um á miðja Austfirði. Vindhviður allt að 40 m/s suðaustanlands frá því um miðjan morgunn og fram undir kvöld, einkum á leiðinni frá Suðursveit austur í Berufjörð. Á Vestfjörðum, Ströndum og vestantil á Norðurlandi lægir heldur í dag og dregur úr snjókomu, en áfram verður skafrenningur. Færð og aðstæður: Óveður er á Kjalanesi. Vegir eru að mestu auðir um sunnanvert landið. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og víða skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á Barðaströnd og hálka á Kleifaheiði og Hálfdán. Það er hálka og skafrenningur á Gemlufallsheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði og einnig hálka í Ísafjarðardjúpi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á Ströndum er víða þæfingsfærð eða þungfært. Á Norðurlandi vestra er ófært frá Hofsósi til Siglufjarðar. Á öðrum leiðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og skafreningur. Þungfært er á útvegum í þessum landshluta. Á Norðurlandi eystra er víða snjókoma og stórhríð og víða beðið með mokstur vegna veðurs. Ófært er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á milli Akureyrar og Dalvíkur er þæfingsfærð og stórhríð. Ófært í Víkurskarði, Fljótsheiði, Hólasandi, Hófaskarði og Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Mývatnsheiði, Köldukinn og Tjörnesi en þungfært er Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er víða éljagangur og snjóþekja eða hálka á vegum. Óveður er á Jökuldal. Hálka og skafrenningur er á Fagradal, Fjarðarheiði og Oddskarði. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Óveður er í Hamarsfirði og sandfok í Hvalnesskriðum. Vegur er að heita má auður með ströndinni frá Reyðarfirði og suður úr. Lítið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum landsins í dag, Súlur á Akureyri aðstoðuðu Rarik við línuvinnu en annars var rólegt hjá sveitunum. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Ólafsfjarðarmúli er lokaður vegna snjóflóðahættu samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Reikna má með hríðarveðri og slæmu skyggni meira og minna í allan dag austantil á Norðurlandi og Austurlandi suður um á miðja Austfirði. Vindhviður allt að 40 m/s suðaustanlands frá því um miðjan morgunn og fram undir kvöld, einkum á leiðinni frá Suðursveit austur í Berufjörð. Á Vestfjörðum, Ströndum og vestantil á Norðurlandi lægir heldur í dag og dregur úr snjókomu, en áfram verður skafrenningur. Færð og aðstæður: Óveður er á Kjalanesi. Vegir eru að mestu auðir um sunnanvert landið. Á Vesturlandi er hálka, hálkublettir og víða skafrenningur á fjallvegum. Á Vestfjörðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir á Barðaströnd og hálka á Kleifaheiði og Hálfdán. Það er hálka og skafrenningur á Gemlufallsheiði, Þröskuldum og Steingrímsfjarðarheiði og einnig hálka í Ísafjarðardjúpi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Á Ströndum er víða þæfingsfærð eða þungfært. Á Norðurlandi vestra er ófært frá Hofsósi til Siglufjarðar. Á öðrum leiðum er snjóþekja, hálka eða hálkublettir og skafreningur. Þungfært er á útvegum í þessum landshluta. Á Norðurlandi eystra er víða snjókoma og stórhríð og víða beðið með mokstur vegna veðurs. Ófært er milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Á milli Akureyrar og Dalvíkur er þæfingsfærð og stórhríð. Ófært í Víkurskarði, Fljótsheiði, Hólasandi, Hófaskarði og Mývatnsöræfum. Hálka og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Þæfingsfærð og stórhríð er á Mývatnsheiði, Köldukinn og Tjörnesi en þungfært er Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði. Á Austurlandi er víða éljagangur og snjóþekja eða hálka á vegum. Óveður er á Jökuldal. Hálka og skafrenningur er á Fagradal, Fjarðarheiði og Oddskarði. Ófært er á Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi. Óveður er í Hamarsfirði og sandfok í Hvalnesskriðum. Vegur er að heita má auður með ströndinni frá Reyðarfirði og suður úr. Lítið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum landsins í dag, Súlur á Akureyri aðstoðuðu Rarik við línuvinnu en annars var rólegt hjá sveitunum.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti af kosningu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira