Innlent

Kosið á lista í dag

Prófkjör fer í dag fram hjá Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, hjá Samfylkingunni hófst rafrænt flokksval á miðnætti í gær og stendur til klukkan fimm en þeir sem ekki hafa aðgang að netbanka geta kosið á hefðbundinn hátt í fimm bæjarfélögum kjördæmisins.

Tíu eru í framboði, þar af tveir í fyrsta sæti. Hjá Sjálfstæðisflokknum hófst hefðbundið prófkjör klukkan níu í morgun og stendur til klukkan sex en hægt er að kjósa á sex stöðum í kjördæminu. Sextán eru í framboði þar af tveir í fyrsta sæti. Þá fer einnig fram rafrænt flokksval Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í dag og stendur til klukkan sex, þar eru átta í framboði, þrír í fyrsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×