Innlent

Skora á þingmenn Samfylkingar að gefa upp afstöðu sína

Dofri Hermannsson.
Dofri Hermannsson.
Stjórn Græna netsins, félags jafnaðarmanna um náttúruna, umhverfið og framtíðina, skorar á þingmenn Samfylkingarinnar að gefa upp afstöðu sína til rammáætlunar. Dofri Hermannsson, formaður Græna netsins, hefur áður gagnrýnt þingmennina Sigmund Erni Rúnarsson og Kristján L. Möller, en báðir standa þeir í prófkjöri í dag í Norðausturkjördæmi.

Í ályktun stjórnarinnar segir „að nú, þegar málið er tilbúið til umræðu í þinginu, munu nokkrir þingmenn flokksins ekki hafa gefið upp stuðning sinn við málið, hafa boðað fyrirvara við stuðning, hjásetu eða jafnvel mótatkvæði. Þetta telur stjórn Græna netsins með öllu ólíðandi og skorar á þessa þingmenn Samfylkingarinnar að gera nú þegar grein fyrir stuðningi sínum - eða skorti á honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×