Fréttaskýring: Hvað þarf að hafa í huga áður en haldið er utan í verslunarferð? 10. nóvember 2012 08:00 Kári Gunnlaugsson „Við könnum þetta bara handahófskennt,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra um tollaeftirlit í Leifsstöð. Nokkuð er um að fólk átti sig ekki á hvaða reglur gilda um hversu mikil verðmæti má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Fjöldi „stikkprufa“ ræðst þó einnig af því hvaðan fólk er að koma. Nú er til að mynda að renna upp tími „verslunarferða“, hvort heldur þær eru til borga í Bandaríkjunum eða Evrópu. „En það fer enginn í innkaupaferð til Noregs,“ bætir Kári við. „Helst að þá þurfi að líta eftir munntóbaki.“ Reglur tollsins er að finna á vefnum Tollur.is. Þar kemur fram að óheimilt sé að hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir meira en 65 þúsund krónur. „En áfengi er ekki reiknað inn í þessa tölu,“ segir Kári. Þá má virði einstakra hluta ekki fara yfir 32.500 krónur. Þegar tollverðir skoða farangur fólks sem kemur til landsins þá getur fólk þurft að sýna fram á að dýr varningur, svo sem tölvur og snjallsímar, sem það hefur með sér hafi í raun verið keyptur hér á landi og því búið að greiða af honum toll. Öðrum kosti er varan gerð upptæk og fólki gert að greiða af henni. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér.“ Kári segir tollverði líka hafa leið til þess að sjá hvort iPhone-símar og sambærilegar græjur hafi í raun verið keyptar hér á landi. Apple haldi utan um skráningarnúmer hverrar græju og hvar hún hafi verið seld. Því fylgir líka nokkur kostnaður að verða uppvís að smygli, því þá þarf að borga af hlutnum tvöfalt aðflutningsgjald og 15 prósenta álag ofan á þá upphæð. „Ef gjöldin eru bara virðisaukaskattur og hluturinn kostar 100 þúsund krónur, þá bætist við verð hlutarins tvisvar sinnum 25.500 krónur og svo 15 prósenta álag á þann 50 þúsund kall,“ segir Kári. Kostnaðurinn við hlutinn væri þar með kominn upp í 157.500 krónur. „Svo er þetta náttúrlega vesen því þetta er ekkert afgreitt á staðnum og fólk missir hlutinn í einhverja daga meðan þetta fer í gegn um kerfið.“ olikr@frettabladid.is Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Við könnum þetta bara handahófskennt,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra um tollaeftirlit í Leifsstöð. Nokkuð er um að fólk átti sig ekki á hvaða reglur gilda um hversu mikil verðmæti má hafa með sér tollfrjálst til landsins. Fjöldi „stikkprufa“ ræðst þó einnig af því hvaðan fólk er að koma. Nú er til að mynda að renna upp tími „verslunarferða“, hvort heldur þær eru til borga í Bandaríkjunum eða Evrópu. „En það fer enginn í innkaupaferð til Noregs,“ bætir Kári við. „Helst að þá þurfi að líta eftir munntóbaki.“ Reglur tollsins er að finna á vefnum Tollur.is. Þar kemur fram að óheimilt sé að hafa með sér tollfrjálsan varning fyrir meira en 65 þúsund krónur. „En áfengi er ekki reiknað inn í þessa tölu,“ segir Kári. Þá má virði einstakra hluta ekki fara yfir 32.500 krónur. Þegar tollverðir skoða farangur fólks sem kemur til landsins þá getur fólk þurft að sýna fram á að dýr varningur, svo sem tölvur og snjallsímar, sem það hefur með sér hafi í raun verið keyptur hér á landi og því búið að greiða af honum toll. Öðrum kosti er varan gerð upptæk og fólki gert að greiða af henni. „Við ráðleggjum öllum að hafa með sér kvittanir fyrir dýrari hlutum sem þeir hafa með sér.“ Kári segir tollverði líka hafa leið til þess að sjá hvort iPhone-símar og sambærilegar græjur hafi í raun verið keyptar hér á landi. Apple haldi utan um skráningarnúmer hverrar græju og hvar hún hafi verið seld. Því fylgir líka nokkur kostnaður að verða uppvís að smygli, því þá þarf að borga af hlutnum tvöfalt aðflutningsgjald og 15 prósenta álag ofan á þá upphæð. „Ef gjöldin eru bara virðisaukaskattur og hluturinn kostar 100 þúsund krónur, þá bætist við verð hlutarins tvisvar sinnum 25.500 krónur og svo 15 prósenta álag á þann 50 þúsund kall,“ segir Kári. Kostnaðurinn við hlutinn væri þar með kominn upp í 157.500 krónur. „Svo er þetta náttúrlega vesen því þetta er ekkert afgreitt á staðnum og fólk missir hlutinn í einhverja daga meðan þetta fer í gegn um kerfið.“ olikr@frettabladid.is
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira