Fleiri fréttir

Æfa viðbrögð við hryðjuverkum

Northern Challenge, fjölþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga, hófst í vikunni. Æfingar fara fram á Keflavíkurflugvelli og á fyrrverandi varnarsvæðum utan hans, í höfninni í Helguvík, Patterson-svæðinu og í Hvalfirði.

Viðurkennir að hafa sagt dellu

„Í þetta skiptið sagði ég eitthvað sem er bara algerlega rangt,“ sagði Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, um sín eigin ummæli á fjáröflunarfundi í maí. Á fundinum hélt hann því fram að 47 prósent Bandaríkjamanna greiddu ekki tekjuskatt, og að hann gæti aldrei gert sér vonir um atkvæði þessa fólks. Það myndi kjósa Barack Obama vegna þess að það vildi vera á ríkisframfæri. Núna segist hann kominn á þá skoðun að „þessi kosningabarátta snúist öll um hundrað prósentin“.- gb

Stórhættulegur hundur felldur

Framkvæmdaráð Akraness hefur ákveðið að aflífa verði hund sem sýnt hefur verið fram á að sé stórhættulegur. Hundurinn hefur meðal annars bitið lögreglumann og fyrir liggur undirskriftalisti íbúa og fjöldi kvartana um ónæði af hundinum og ógnandi tilburði hans. Sérstaklega er tekið til þess að lögreglumaðurinn vilji að hundinum verði lógað. "Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum telur framkvæmdaráð ekki þörf á að kalla eftir frekari sérfræðigögnum um hundinn,“ segir framkvæmdaráðið sem gefur eigandanum sjö daga frest til að tjá sig áður en endanleg ákvörðun verður tekin um afdrif dýrsins.- gar

Viðbúnaðurinn var ástæðulaus

Landhelgisgæslan hóf í gær leit að bát þar sem áhöfn hafði látið hjá líða að hlusta á fjarskipti. Báturinn hvarf úr eftirlitskerfum þegar hann var 35 sjómílur út af Horni, en vegna fjarlægðar voru tvær þyrlur Gæslunnar auk björgunarskips kallaðar út. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.

Abu Hamza framseldur

Breskur dómstóll kvað upp úr með það í gær að íslamistaklerkurinn Abu Hamza al-Masri og fjórir aðrir grunaðir hryðjuverkamenn skyldu framseldir til Bandaríkjanna. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í átta ár.

Jarðskjálfti í Bláfjöllum

Jarðskjálfti að stærð 3,8 með upptök sunnan við Bláfjöllin varð rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Hann fannst víða á Höfuðborgarsvæðinu og í Þorlákshöfn. Um og yfir 20 eftirskjálftar hafa mælst, nær allir undir 2 að stærð. Fyrir rúmum mánuði síðan eða þann 30 ágúst varð jarðskjálfti um stærðargráðu stærri en þessi með upptök nokkrum km norðan við þennan skjálfta sem varð í kvöld. Fram kemur í tilkynningu frá sérfræðingi Veðurstofunnar að smáskjálftar hafi verið á svæðinu undanfarna daga og vikur.

Stálu skotvopnum og veltu bíl

Lögreglan á Sauðárkróki handtók þrjá einstaklinga í hádeginu þar sem þeir biðu eftir strætó. Fólkið hafði um nóttina stolið skotvopnum, tveimur rifflum og tveimur haglabyssum auk skotfæra, úr aðstöðuskúr Skotfélagsins Ósmanns sem er nokkuð fyrir utan bæinn.

Tvær slösuðust en barnið slapp

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning þess efnis að á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja væru staddar þrjár ungar konur með kornabarn og að þær væru slasaðar eftir umferðarslys.

Rann stjórnlaust niður í grjótagarð

Mannlaus sendibifreið með kerru aftan í lagði af stað frá útgerðarfyrirtækinu Vísi í Grindavík í gær, rann niður bratta brekku, áfram yfir götu og hafnaði á grjótgarði við höfnina.

Svartur pakki við Leifsstöð

Lögreglan á Suðurnesjum fékk í gær tilkynningu frá öryggisgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þess efnis að svartur pakki væri utan dyra við brottfarardyr Flugstöðvarinnar.

Efnuðust vel á því að vera í Stuðmönnum

Stuðmenn héldu tónleika í Hörpu í dag í tilefni af því að nú er verið að gefa út myndina Með allt á hreinu á nýjan leik. Þrjátíu ár eru liðin frá því myndin kom fyrst út.

Lögreglan lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Ingólfi Snæ Víðissyni en síðast sást til hans 25 september. Ingólfur er 16 ára. Ekki er vitað hvernig hann er klæddur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ingólfs eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.

Fullyrðir að engin efni hafi fundist í fórum sínum

Víðir Þorgeirsson, forsprakki Outlaws vélhjólasamtakanna, fullyrðir að engin fíkniefni hafi fundist þar sem húsleit var gerð hjá honum í Vogum á Vatnsleysisströnd í fyrradag. Víðir, sem sjálfur hefur hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir aðild að e-töflusmygli, var handtekinn ásamt fimmtán öðrum sem tengjast samtökunum. Hann var svo látinn laus í dag, þar sem dómari féllst ekki á gæsluvarðhaldskröfu yfir honum. Tveir karlmenn sem tengjast samtökunum eru í varðhaldi og ein kona.

Í gæsluvarðhald eftir að dvöl á meðferðarheimili lýkur

Hátt í helmingur pilta sem dvaldist á meðferðarheimilum frá árinu 2000 til 2007 hefur setið í gæsluvarðhaldi eða fangelsi eftir að meðferðinni lauk. Félagsráðgjafi segir mikilvægt að fylgja börnum sem dvelja á meðferðarheimilum lengur eftir.

Fyrstu olíuvinnsluleyfin fyrir Drekasvæðið í pípunum

Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila.

Dagsskammtur: 188 þúsund ipadar og 288 þúsund iphone símar

Afkomutilkynning Apple fyrir þriðja ársfjórðung 2012 sýnir vel hversu mikil salan hjá fyrirtækinu hefur verið undanfarin misseri. Þannig seldust 17 milljónir ipad spjaldtölvur á fjórðunginum, á heimsvísu, og 27 milljónir iphone síma. Síðustu mánuðir hvers árs eru venjulega bestu mánuðir ársins ár hvert hjá Apple, en þá rata vörur fyrirtækisins oft í jólapakkana.

Vatn stórhættulegt fyrir flogaveika

Það er ekkert einsdæmi að þeir sem eru flogaveikir drukkni í vatni, segir Brynhildur Arthúrsdóttir, formaður Lauf - Félags flogaveikra. Vísir greindi frá því í morgun að ung kona, móðir þriggja ára stúlku, hefði drukknað í baðkari á föstudag fyrir viku. Efnt hefur verið til styrktartónleika til þess að sambýlismaður konunnar geti sent jarðneskar leifar hennar til Póllands, en konan var þaðan. Brynhildur segir að við dauðsföll sem tengja má flogaveiki, sé það oft ekki krampinn sjálfur sem dregur fólk til dauða, heldur aðstæðurnar sem fólk er í.

Vélhjólaslys við Reykjavíkurtjörn

Sjúkraliðið var kallað að Reykjavíkurtjörn nú rétt fyrir klukkan fjögur. Grunur leikur á að vélhjólmaður hafi þar lent í umferðarslysi. Frekari upplýsingar höfðu ekki fengist.

Mjög brugðið vegna fyrirhugaðra árása á lögreglumenn

"Mér er mjög brugðið að heyra þetta, að glæpasamtök, hvort sem það eru þessi glæpasamtök eða einhver önnur, skuli vera að safna upplýsingum um lögreglumenn með jafn skipulögðum hætti og raun virðist bera vitni um," segir Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, Lögreglan staðfesti í dag að tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn meðlimum Outlaws væri rökstuddur grunur um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra.

Lífsleikni Gillz í bíó

Þættir Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, verða sýndir í Sambíóunum á næstu mánuðum. "Við erum bara á lokasprettinum. Við vorum náttúrlega búnir að taka allt efnið í fyrra, en erum búnir að vera að vandræðast með hvað eigi að gera við það,“ segir Hugi Halldórsson, hjá kvikmyndaframleiðandanum Stórveldinu.

Vindill sem Churchill reykti á Íslandi til sölu

Churchill klúbburinn á Íslandi ætlar að bjóða upp hálfreyktan vindil Winston Churchill sem hann reykti hér á landi þann 16. ágúst árið 1941. Breski stjórnmálaleiðtoginn var þá á heimleið yfir hafið eftir að hafa undirritað Atlantshafssáttmálann ásamt Roosevelt þáverandi Bandaríkjaforseta.

Gaga tekur við verðlaununum á lokaðri athöfn

Lady Gaga mun væntanlega taka við friðarverðlaunum Ono/Lennon á lokaðri athöfn í Hörpu. Athöfnin mun fara fram á þriðjudag í næstu viku, eins og fram kom á Vísi í morgun. Eftir athöfnina verður friðarsúlan svo tendruð í Viðey.

Of algengt að hross gangi á uppbitnu landi og skjóllausu

"Því miður er alltof algengt að hross gangi fram eftir hausti á uppbitnu landi og skjóllausu. Ef vel á að vera þurfa stóðhross sumarfriðað land til haust- og vetrarbeitar og ormalyf við beitarskipti.“ Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Matvælastofnunnar þar sem það er ítrekað fyrir eigendum hesta að huga vel að dýrunum.

Þóra skilaði óendurskoðuðu uppgjöri

Þóra Arnórsdóttir var eini forsetaframbjóðandinn sem skilaði inn óendurskoðuðum reikningum til Ríkisendurskoðenda, fyrir nýliðin mánaðamót. Samkvæmt 10. gr. laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingalýsingaskyldu þeirra skulu uppgjör frambjóðenda árituð af endurskoðanda eða bókhaldsfróðum skoðunarmanni.

Ók á 153 kílómetra hraða

Lögreglan á Suðurnesjum hefur undanfarna daga haft afskipti af fimm ökumönnum sem óku of hratt. Sá sem hraðast ók var rúmlega fertugur karlmaður. Bifreið hans mældist á 153 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.

Olíu stolið af vinnuvélum

Tilkynning barst lögreglunni á Suðurnesjum í vikunni þess efnis að olíu hefði verið stolið af tveimur vinnuvélum á Reykjanesi, rétt við Reykjanesvirkjun.

Grunuð um að skipuleggja árás á lögreglumann

Þremenningarnir, sem voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness, eru grunuð um að hafa fyrirhugað árás inn á heimili lögreglumanns sem er búsettur á Suðurnesjum. Sá sem er grunaður um að hafa lagt á ráðin um árásina er karlmaður á fertugsaldri. Hann sakaði lögreglumanninn um að hafa stolið fé sem var gert upptækt í húsleit í félagsheimili Outlaws fyrir nokkru.

Grunaður um að hafa myrt April Jones

Breti á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn grunaður um morðið á hinni fimm ára gömlu April Jones sem leitað hefur verið að í Wales frá því á mánudag.

Jón Gnarr fagnar komu Gaga

Jón Gnarr borgarstjóri fagnar því að Lady Gaga skuli fá LennonOno friðarverðlaunin. Eins og Vísir greindi frá í morgun mun Gaga koma til landsins í næstu viku til að taka á móti þeim. Jón segir að verðlaunin veki töluverða athygli í ákveðnum hóp fólks sem lætur sig varða friðar- og mannréttindamál í heiminum. "Og það þykir ákveðinn heiður að hljóta þessi verðlaun," segir Jón Gnarr.

Víðir tarfur laus úr haldi

Dómari Héraðsdóms Reykjaness, hafnaði gæsluvarðhaldskröfu yfir Víði Þorgeirssyni, sem er álitinn forsprakki Outlaws á Íslandi. Þetta staðfestir verjandi Víðis í samtali við Vísi.

Kæra synjun á lögbanni til Hæstaréttar

Hagsmunasamtök Heimilanna (HH) og Talsmaður neytenda, hafa kært synjun Héraðsdóms Reykjavíkur, um lögbann á innheimtu Landsbankans vegna gengistryggðra lána, til Hæstaréttar Íslands.

Ólafur Ragnar flutti ræðu fyrir sérfræðinga og athafnamenn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á Heimsþingi um umhverfismál sem haldið var í Ohio í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu sækja um 1700 sérfræðingar, vísindamenn, umhverfissinar og athafnamenn frá 76 löndum. Bandaríkin og Kína eru með flesta þátttakendur.

Bandarískur ferðamaður hóf skothríð á ísraelsku hóteli

Bandarískur ferðamaður skaut einn til bana á hóteli í bænum Eliat í Ísrael í morgun. Samkvæmt fréttastofunni Reuters náði maðurinn byssu af öryggisverði á hótelinu og skaut samstarfsmann hans til bana. Því næst lokaði árásarmaðurinn sig inni í eldhúsi hótelsins. Óstaðfestar fregnir herma að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana af lögreglu.

Fjórir á slysadeild eftir hálkuslys

Mikil hálka er á Grindavíkurvegi við Þorbjörn og varð bílvelta þar í morgun samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Samtökin 78 bjóða þingmönnum í bíó

Samtökin 78, sem eru samtök samkynhneigðra hér á landi, hafa boðið öllum þingmönnum á kvikmyndina Call me Kuchu, sem sýnd er í Bíó Paradís.

Abba-safn opnað í Svíþjóð

Það líður ekki á löngu þar til aðdáendur Abba geta komist í návígi við búninga sem fjórmenningarnir í hljómsveitinni klæddust, sungið Abbalögin í karókí og skoðað myndir af gömlu stjörnunum úr hljómsveitinni í fullri stærð. Abba-safn verður opnað í Svíþjóð á næsta ári.

Kitchen Aid grínaðist með látna ömmu Obama

Forsvarsmenn bandaríska heimilistækjaframleiðandans, Kitchen Aid, báðust í gærkvöldi afsökunar á skilaboðum sem send voru út á Twitter-síðu fyrirtækisins eftir kappræður forsetaframbjóðandanna á miðvikudagskvöld.

Um 70 milljónir horfðu á kappræðurnar

Rétt rúmlega 67 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á kappræður milli Baracks Obama og Mitts Romney forsetaframbjóðenda sem fram fór í fyrrinótt. Ellefu sjónvarpsstöðvar sýndu frá kappræðunum, eftir því sem fram kom á fréttavef Reuters.

50 ár frá fyrstu smáskífu Bítlanna

Í dag eru fimmtíu ár frá því að Bítlarnir gáfu út fyrstu smáskífu sína, Love me do. Í tilefni af því ætla aðdáendur sveitarinnar að hittast í Liverpool og syngja lagið, sem var titillag smáskífunnar.

Fimm ára stúlkunnar enn saknað

Karlmaður á fimmtugsaldri er enn í haldi lögreglunnar í Wales í tengslum við hvarf fimm ára telpu frá heimili sínu á mánudag.

Ein stærsta lögregluaðgerð fyrr og síðar

Lögregla réðst inn á skipulagsfund Outlaws og á sex aðra staði vítt og breitt um suðvesturhorn landsins. Fann dóp, vopn, þýfi og bruggtæki. Sextán voru handteknir og fjórir færðir fyrir dómara í gærkvöldi, meðal annars leiðtogi klúbbsins.

Öll magnkaup á áburði skal tilkynna til lögreglu

Lögreglunni verður tryggður aðgangur að upplýsingum um kaup á áburði sem inniheldur ammoníumnítrat, samkvæmt frumvarpi Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um vopn, sprengiefni og skotelda. Ekki eru ákvæði um framleiðslu sprengiefnis í gildandi vopnalögum.

Sjá næstu 50 fréttir