Innlent

Lífsleikni Gillz í bíó

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Egill Einarsson verður í kvikmyndahúsum á næstu mánuðum.
Egill Einarsson verður í kvikmyndahúsum á næstu mánuðum.
Þættir Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, verða sýndir í Sambíóunum á næstu mánuðum. „Við erum bara á lokasprettinum. Við vorum náttúrlega búnir að taka allt efnið í fyrra, en erum búnir að vera að vandræðast með hvað eigi að gera við það," segir Hugi Halldórsson, hjá kvikmyndaframleiðandanum Stórveldinu.

Hugi segir að það hafi verið ljóst um skeið að þættirnir yrðu ekki sýndir í sjónvarpi. Því hafi verið ákveðið að finna aðra leið til þess að leyfa áhorfendum að njóta þáttanna. Þá hafi verið ákveðið að sýna þá alla í einni runu í kvikmyndahúsum. Hugi segir að ekki hafi verið ákveðið endanlega hvenær nýju þættirnir verða sýndir. „En það verður á þessu ári. Við eigum smá fínpúss eftir," segir Hugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×