Fyrstu olíuvinnsluleyfin fyrir Drekasvæðið í pípunum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2012 18:45 Búist er við að Orkustofnun gefi út tvö fyrstu sérleyfin í næsta mánuði. Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. Nærri fimm ár eru brátt liðin frá því íslensk stjórnvöld ákváðu að bjóða Drekasvæðið út til olíuvinnslu og nú hyllir undir þáttaskil þegar Orkustofnun gefur út fyrstu sérleyfin en það verður gert fyrir lok næsta mánaðar. Þrjár umsóknir hafa verið til skoðunar frá því í aprílbyrjun en þrír aðilar sóttu þá um leyfi í útboði númer tvö; Eykon Energy, Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf. í sameiningu, og Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. í sameiningu. Þessa þrjá hópa mynda þannig þrjú íslensk félög og tvö erlend. Orkustofnun skýrði frá því í dag að drög að leyfum hefðu nú verið send umsækjendum til umsagnar en vill ekki svara því á þessu stigi hvort gert sé ráð fyrir að allir fái leyfi. Orkustofnun sagði í vor að við mat á umsóknunum þremur yrði tekið mið af rannsóknaráætlun, tæknilegri getu og reynslu og fjárhagslegum styrk umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst stofnunin samþykkja tvær umsóknanna; frá Faroe og Íslensku kolvetni, og Valiant og Kolvetni, en setja umsókn Eykons í bið þar til félagið hefur tryggt sér samstarfsaðila sem stenst kröfur útboðsins um tæknilega getu og fjárhagslegan styrk. Orkustofnun metur þannig að enska félagið Valiant ráði við olíuleit á Drekanum en það er nú þegar í olíuvinnslu í Norðursjó og í olíuleit við Noreg og Færeyjar og hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra. Skoska félagið Faroe Petroleum, sem upphaflega var stofnað í Færeyjum, telst einnig nægilega sterkt en það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, og hafði 16 milljarða króna tekjur í fyrra. Heimildir Stöðvar 2 herma ennfremur að sérleyfin verði innan þess svæði í lögsögu Íslands sem Noregur á fjórðungsrétt á til nýtingar og verður norskum stjórnvöldum því boðið að ákveða hvort þau vilja ganga inn í sérleyfin. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira
Fyrstu sérleyfin til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu verða gefin út í næsta mánuði. Búist er við að tveir aðilar fái leyfi í fyrstu atrennu en Orkustofnun fresti útgáfu leyfis til þriðja umsækjandans þar til hann hefur tryggt sér reyndan erlendan samstarfsaðila. Nærri fimm ár eru brátt liðin frá því íslensk stjórnvöld ákváðu að bjóða Drekasvæðið út til olíuvinnslu og nú hyllir undir þáttaskil þegar Orkustofnun gefur út fyrstu sérleyfin en það verður gert fyrir lok næsta mánaðar. Þrjár umsóknir hafa verið til skoðunar frá því í aprílbyrjun en þrír aðilar sóttu þá um leyfi í útboði númer tvö; Eykon Energy, Faroe Petroleum og Íslenskt kolvetni ehf. í sameiningu, og Valiant Petroleum og Kolvetni ehf. í sameiningu. Þessa þrjá hópa mynda þannig þrjú íslensk félög og tvö erlend. Orkustofnun skýrði frá því í dag að drög að leyfum hefðu nú verið send umsækjendum til umsagnar en vill ekki svara því á þessu stigi hvort gert sé ráð fyrir að allir fái leyfi. Orkustofnun sagði í vor að við mat á umsóknunum þremur yrði tekið mið af rannsóknaráætlun, tæknilegri getu og reynslu og fjárhagslegum styrk umsækjenda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hyggst stofnunin samþykkja tvær umsóknanna; frá Faroe og Íslensku kolvetni, og Valiant og Kolvetni, en setja umsókn Eykons í bið þar til félagið hefur tryggt sér samstarfsaðila sem stenst kröfur útboðsins um tæknilega getu og fjárhagslegan styrk. Orkustofnun metur þannig að enska félagið Valiant ráði við olíuleit á Drekanum en það er nú þegar í olíuvinnslu í Norðursjó og í olíuleit við Noreg og Færeyjar og hafði 65 milljarða króna tekjur í fyrra. Skoska félagið Faroe Petroleum, sem upphaflega var stofnað í Færeyjum, telst einnig nægilega sterkt en það er í olíuleit og vinnslu í lögsögu Bretlands, Noregs og Færeyja, og hafði 16 milljarða króna tekjur í fyrra. Heimildir Stöðvar 2 herma ennfremur að sérleyfin verði innan þess svæði í lögsögu Íslands sem Noregur á fjórðungsrétt á til nýtingar og verður norskum stjórnvöldum því boðið að ákveða hvort þau vilja ganga inn í sérleyfin.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Sjá meira