Innlent

Stórhættulegur hundur felldur

Hundur ógnar nágrönnum.
Hundur ógnar nágrönnum.
Framkvæmdaráð Akraness hefur ákveðið að aflífa verði hund sem sýnt hefur verið fram á að sé stórhættulegur. Hundurinn hefur meðal annars bitið lögreglumann og fyrir liggur undirskriftalisti íbúa og fjöldi kvartana um ónæði af hundinum og ógnandi tilburði hans. Sérstaklega er tekið til þess að lögreglumaðurinn vilji að hundinum verði lógað. „Með hliðsjón af fyrirliggjandi gögnum telur framkvæmdaráð ekki þörf á að kalla eftir frekari sérfræðigögnum um hundinn," segir framkvæmdaráðið sem gefur eigandanum sjö daga frest til að tjá sig áður en endanleg ákvörðun verður tekin um afdrif dýrsins.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×