Innlent

Dagsskammtur: 188 þúsund ipadar og 288 þúsund iphone símar

Magnús Halldórsson skrifar
Alls seldur 27 milljónir iphone síma á þriðja ársfjórðungi um allan heim, eða sem nemur 288 þúsund á hverjum einasta degi.
Alls seldur 27 milljónir iphone síma á þriðja ársfjórðungi um allan heim, eða sem nemur 288 þúsund á hverjum einasta degi.
Afkomutilkynning Apple fyrir þriðja ársfjórðung 2012 sýnir vel hversu mikil salan hjá fyrirtækinu hefur verið undanfarin misseri. Þannig seldust 17 milljónir ipad spjaldtölvur á fjórðunginum, á heimsvísu,  og 27 milljónir iphone síma. Síðustu mánuðir hvers árs eru venjulega bestu mánuðir ársins hjá Apple, en þá rata vörur fyrirtækisins oft í jólapakkana.

Á þriðja ársfjórðungi seldust því 188 þúsund ipad spjaldtölvur á hverjum degi og 288 þúsund iphone símar. Hagnaðurinn á fjórðungnum nam tæpum 9 milljörðum dala, 1.125 milljörðum króna. Heildartekjurnar námu 35 milljörðum dala, eða sem nemur 4.375 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×