Fleiri fréttir

Aftökur í Damaskus í gær

Hersveitir stjórnarinnar í Sýrlandi fóru hús úr húsi í höfuðborg landsins, Damaskus, í gær, skoðuðu skilríki fólks og tóku að sögn fjölda fólks af lífi. Ríkisrekin sjónvarpsstöð sagði í kjölfarið frá því að "tugir hryðjuverkamanna" hefðu gefist upp eða verið teknir af lífi. Frá þessu er sagt

Loka milljarða gati með aðhaldi og auknum sköttum

Í drögum að fjárlagafrumvarpinu er leitast við að loka gati upp á sextán milljarða króna. Það verður gert með aðhaldi í útgjöldum ríkisins og aukinni tekjuöflun með sköttum og gjöldum. Þá reyndist tekjuaukningin meiri en gert var ráð fyrir í fyrra.

Útlit fyrir rigningu sunnudagskvöldið í Eyjum

Útlit er fyrir rigningu á sunnudagskvöldið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum miðað við upplýsingar frá Veðurstofunni. Veðrið verður gott á svæðinu í upphafi hátíðarinnar en með sunnudagskvöldinu mun að öllum líkindum þykkna upp og útlit fyrir súld eða rigningu fram á mánudag.

Bátur með 35 manns strandaði við Lundey

Bátur með 35 farþegar strandaði við Lundey á Skjálfanda fyrir stundu. Landhelgisgæslan vinnur að því að flytja fólkið úr bátnum, en samkvæmt upplýsingum þaðan er gott veður á svæðinu og ekki mikil hætta á ferðum. Engu að síður er ítrustu varkárni alltaf gætt í aðstæðum sem þessum.

Strandveiðarnar klárast á svæði eitt á miðnætti

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur bannað strandveiðar í ágúst, frá og miðnætti á svæði eitt, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp, vegna of mikillar veiði á fyrri tímabilunum í sumar.

Embættistaka forsetans í máli og myndum

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Islands, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, voru á meðal þeirra sem fögnuðu með forsetahjónunum þegar Ólafur Ragnar Grímsson var settur í embætti í gær. Fjöldi fólks fylgdist með þegar forsetahjónin stigu út á svalir Alþingishússins og veifuðu. Vilhelm Gunnarsson og Stefán Karlsson ljósmyndarar voru á staðnum og fylgdust með. Hér getur þú skoðað myndirnar þeirra.

Kúabændur blása til mótmæla

Kúabændur í löndum Evrópusambandsins hafa blásið til mótmæla að undanförnu vegna lækkandi mjólkurverðs á síðustu vikum. Frá þessu er sagt á vef Landssambands kúabænda.

Með lífshættulega áverka eftir hnífstungu

Hæstiréttur Íslands hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður sæti gæsluvarðhaldi til 9. ágúst vegna gruns um að hafa stungið annan mann með hnífi. Fórnarlambið hlaut lífshættulega áverka á brjóstkassa.

Latte-lepjandi lið í 401 Ísafjörður

Í Ögursveit á Vestfjörðum er rúmlega eitt kaffihús á hverja fjóra íbúa. Á svæðinu hafa um þessar mundir aðeins 10 til 11 manns fasta búsetu. Kaffihúsin eru aftur á móti þrjú, sem gæti verið einhvers konar met með tilliti til höfðatölu.

Beltislausir ógna lífi samferðamanna sinna

Um 20% þeirra sem látast í umferðarslysum eru taldir hafa látist af völdum þess að þeir voru ekki í öryggisbeltum. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Umferðarstofu sem brýnir fyrir þeim sem ætla að ferðast um næstu helgi að nota slík belti. Segir Umferðarstofa að einn laus einstaklingur í bíl stofni ekki bara eigin lífi í hættu heldur einnig annarra sem í bílnum eru. Þá bendir Umferðarstofa á að 20% allra banaslysa í umferðinni eru af völdum þess að ökumaður er undir áhrifum áfengis.

Vertigo valin besta kvikmynd sögunnar

Kvikmyndin Vertigo sem Alfred Hitchcock gerði árið 1958 hefur verið valin besta kvikmynd sögunnar í nýrri könnun á vegum Sight and Sound tímaritisins.

Fundu fjall vestur af Snæfellsnesi

Fjall sem Hafrannsóknastofnunin (Hafró) fann neðansjávar í nýjum leiðangri sínum kann að vera tuttugu milljón ára gamalt.

Stöðva strandveiðar á svæði eitt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að strandveiðum í ágúst, á svæði eitt, eða frá Snæfellsnesi inn í Ísafjarðardjúp, skuli ljúka á miðnætti. Bátarnir fá því aðeins tvo veiðidaga á þessu svæði í mánuðinum.

Bardagar í Aleppo stigmagnast

Bardagar í borginni Aleppo í Sýrlandi hafa stigmagnast undanfarin sólarhring að því er fulltrúi sendinefndar Sameinuðu þjóðanna í landinu greinir frá.

Yfir tuttugu virkjanakostir í athugun

Landsvirkjun stendur fyrir athugun á fjölda virkjanakosta, bæði hvað varðar jarðvarma- og vatnsaflsvirkjanir. Formaður Samorku segir eðlilegt að rannsaka virkjanakosti sem settir eru í biðflokk í rammaáætlun. Náttúruverndarsinnar gagnrýna boranir við Þjórsá.

Vefsíur gagnslausar í baráttunni gegn barnaklámi

Félag um stafrænt frelsi á Íslandi er mótfallið upptöku vefsíu til að hamla umferð Íslendinga á vefsíður með efni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt. Síur séu í besta falli gagnslausar og geti í raun gert ógagn.

Stjórnarskrá Íslands ramminn sem hélt

Ólafur Ragnar Grímsson sór embættiseið sem forseti Íslands í fimmta skipti í gær. Sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrárinnar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. Vill að kjörnir fulltrúar láti af átökum.

Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði 2011

Ofbeldisbrotum og innbrotum fækkaði verulega á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Þá fækkaði skemmdarverkum einnig en kynferðisbrotum fjölgaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2011 sem kom út á þriðjudag.

Kapphlaup um bestu tjaldstæðin

VestmannaeyjarÞað var handagangur í öskjunni þegar Eyjamönnum var leyft að stika út svæði fyrir tjöld sín í Herjólfsdal í gær.

Assad forseti hvetur herlið sitt til dáða

Segir örlög Sýrlands ráðast í orrustunni um Aleppo. Amnesty International fordæmir framferði stjórnarhersins og lýsir mannréttindabrotum hans í nýrri skýrslu. Öryggisráð S.Þ. hvatt til að draga Sýrland fyrir stríðsglæpadómstól.

Eilíft líf árið 2045?

Rússneskur vísindamaður vonast til að geta boðið mannkyni eilíft líf innan 33 ára. Hann leitar nú á náðir auðugustu einstaklinga veraldar í þeirri von um að þeir styrki verkefnið. Í staðinn lofar hann þeim eilíft líf sér að kostnaðarlausu.

Þjóðhátíðarbrennan er ekki í hættu

Vísi hefur borist ábendingar um að eldur logi í þjóðhátíðarbrennunni í Vestmannaeyjum. Í samtali við fréttastofu sagði lögreglumaður að svo væri ekki. Um er að ræða lítil bál sem logar við hlið brennunnar.

Hnúfubakur strandaði í sundlaug

Tíu metra langur hnúfubakur strandaði í sundlaug við Newport-ströndina í Ástralíu í gær. Yfirvöld á svæðinu vonast til að dýrið skolist aftur á haf út í næsta háflæði.

He-man snýr aftur á hvíta tjaldið

Kvikmyndaframleiðendur í Hollywood undirbúa framleiðslu nýrrar kvikmyndar um ofurmennið He-man. Ekki er vitað hver muni fara með hlutverk kappans.

Fjallaleiðsögumenn sitja naktir fyrir - ræða nú dagatal

Það er aldrei róleg stund hjá leiðsögumönnum ferðaskrifstofu Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Þegar markaðsfulltrúinn bað um ljósmynd af piltunum ákváðu þeir að sýna honum hvernig atvinnumenn í fjallaferðum gera hlutina.

Flugvelli í Texas lokað í kjölfar sprengjuhótunar

Alþjóðaflugvöllurinn í San Antonio í Texas var rýmdur í kvöld eftir að sprengjuhótun barst. Allir starfsmenn og flugfarþegar hafa verið fluttur úr byggingunni. Þá hefur öllum flugum verið frestað.

Fátt um svör eftir að rúta var stöðvuð á Egilsstöðum

Lögreglan á Egilsstöðum kyrrsetti í dag rútu frá fyrirtækinu Bílar og fólk ehf. Framkvæmdastjóri félagsins hafði í kjölfarið samband við lögregluna á Egilsstöðum og á Höfn en hvorugt embættið kannaðist við málið.

Nítugasta kóngulóategundin gerir sig heimakomna

Nýjasti landnemi Íslands er langleggjuð, vel hærð, fim og afskaplega falleg að sögn meindýraeyðis. Hann telur að með þessum landnema megi gera ráð fyrir því að finna megi 90 kóngulótegundir á landinu.

Refsiheimildir laga um gjaldeyrisviðskipti ófullnægjandi

Refsiheimildir í lögum um gjaldeyrisviðskipti eru ekki fullnægjandi og því er ekki hægt að ákæra einstaklinga þrátt fyrir að Seðlabankinn gruni þá um brot. Þetta kemur fram í áliti Ríkissaksóknara sem fréttastofa hefur undir höndum. Fundur sem Seðlabankinn vildi með Ríkissaksóknara um málið fyrir tveimur mánuðum hefur enn ekki verið haldinn.

Alvarlegum vanskilum heldur áfram að fjölga

Tæplega tuttugu og sjö þúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum og hafa þeir aldrei verið fleiri. Helmingi fleiri fasteignir voru seldar á nauðungarsölu í Reykjavík á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tíma fyrra.

"Botninum í niðurskurði virðist ekki náð"

"Fyrsta skrefið í átt að bættu ástandi fæst með því að ræða stöðuna." Þetta segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri landssambands lögreglumanna. Hann gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann ræddi við þáttastjórnendur um ársskýrslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem kom út í gær.

Forsetinn sór embættiseið

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sór embættiseið í fimmta sinn í þinghúsinu um klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur í dag. Það var Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, sem setti Ólaf Ragnar Grímsson í embætti. Hann gekk að því loknu á svalir Alþingishúsinu ásamt Dorrit Moussaieff forsetafrú þar sem hann bað menn að minnast fósturjarðarinnar.

Sjá næstu 50 fréttir