Fleiri fréttir Fjölskylda Ólafs Ragnars viðstödd embættistökuna Öll fjölskylda Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður viðstödd embættistöku hans í Alþingishúsinu síðdegis. Vísir náði tali af Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, dóttur forsetans núna í hádeginu. Þá var hún að greiða dætrum sínum fyrir athöfnina, en einnig að sinna yngstu börnum sínum sem ekki hafa nægan aldur til að vera viðstödd. 1.8.2012 13:06 Lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300 Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn. 1.8.2012 12:01 Skoða skipið sem strandaði í Vopnafjarðarhöfn Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun. 1.8.2012 11:28 Óvenju mörg manndrápsmál í fyrra Óvenjumörg manndrápsmál, eða alls þrjú, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar sem birt var í gærkvöld. Tímabilið 2007-2010 voru framin samtals fjögur morð í umdæminu og árið í fyrra var því óvenjulegt að þessu leyti. Lögreglan segir þó að varast beri að horfa á sérstaka þróun í þessum efnum og rétt að hafa hugfast að í fyrra fækkaði ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu. 1.8.2012 11:18 Eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu. 1.8.2012 10:42 Lést í slysi á sunnudag Ökumaður sem lést í slysi nærri Steingrímsfjarðarheiði á sunnudagskvöld hér Halldór Jónsson. Halldór var fæddur 8. febrúar 1932 á Ísafirði, en starfaði sem ökukennari í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Hann eignaðist fimm börn, en eitt þeirra er látið. Líðan kanadísks pars sem var farþegar í bíl Halldórs var að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu óbreytt í gærkvöldi. Karlmaðurinn var enn í lífshættu og var haldið sofandi og í öndunarvél, en konan er ekki lengur í lífshættu. 1.8.2012 10:30 Mamma Brynjars fagnar sýknudómi Brynjar Mettinisson hefur verið sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl. Þetta fullyrðir móðir hans í samtali við DV í dag. Móðir hans segir þó að hann sé ekki laus heldur þurfi Brynjar að bíða í mánuði þar til saksóknarar hafa ákveðið hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður," segir hún. 1.8.2012 09:34 Slökkvitæki björguðu miklu í tveimur eldsvoðum Greiður aðgangur að slökkvitækjum í sameignum tveggja fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir að eldur færi úr böndunum í báðum tilvikum í gærkvöldi og í nótt. 1.8.2012 06:53 Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð Þrjú þúsund og fimm hundruð tonna norskt flutningaskip tók niðri og strandaði í innsiglingunni til Vopnafjarðar á sjötta tímanum í morgun þegr skipið var á útleið. 1.8.2012 06:52 Engin samstaða meðal strandveiðisjómanna Ekkert varð úr samstöðu strandveiðisjómanna um að hefja ekki veiðar úr ágúst kvótanum fyrr en eftir verslunarmannahelgi , til að koma í veg fyrir verðfall á mörkuðum. 1.8.2012 06:44 Rekja ættir Obama til fyrsta svarta þrælsins í Bandaríkjunum Ættfræðingar í Bandaríkjunum telja sig geta rekið ættir Barack Obama Bandaríkjaforseta allt aftur til fyrsta svarta þrælsins sem var skráður sem slíkur í Bandaríkjunum. 1.8.2012 06:24 Óttast miltisbrandsfaraldur meðal heróínfíkla á Norðurlöndum Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku og Noregi óttast nú að miltisbrandsfaraldur sé í uppsiglingu meðal sprautufíkla, og þá einkum heróínneytenda, í norðurhluta Evrópu. 1.8.2012 06:20 Þúsundir flýja borgina daglega Þúsundir manna eru sagðir flýja frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, á hverjum einasta degi. Harðar árásir stjórnarhersins á borgina síðustu daga virðast ekki hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur. 1.8.2012 00:15 Forsetahjónanna beðið Nú er allt orðið klappað og klárt fyrir embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar sem fram fer í þinghúsinu í dag. Forsetinn mætir klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú með Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Um hálffjögur verður gengið til guðþjónustu í Dómkirkjunni og um fjögur hefst athöfnin sjálf í þinghúsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur leikið lög frá því klukkan þrjú. 1.8.2012 15:19 Vitni fá nafnleynd í manndrápsmáli Dómari féllst í gær á að leyfa vitnum í manndrápsmáli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar að njóta nafnleyndar. Sakborningarnir og verjendur þeirra munu ekki fá að vita hver vitnin eru. Afar sjaldgæft er að úrræðinu sé beitt. 1.8.2012 11:00 Slasaðist þegar fjórhjól valt Ökumaður fjórhjóls slasaðist þegar hann fór út af vegslóða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og hjólið valt. Hann meiddist meðal annars á fótum og rifbeinsbrotnaði. 1.8.2012 06:55 Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga. 1.8.2012 06:39 Pólverjar æfir af reiði út í Madonnu Samtök kaþólskra og fyrrverandi hermanna í Póllandi eru æf af reiði út í söngkonuna Madonnu þar sem tónleikar hennar í Póllandi bera upp á sama dag og uppreisnin í Varsjá hófst árið 1944 þegar andspyrnuhreyfing landsins reyndi að frelsa borgina úr klóm nasista. 1.8.2012 06:35 Rafmagn aftur komið á víðast á Indlandi Rafmagn er aftur komið á víðast hvar á Indlandi en stór hluti af rafveitukerfi landsins sló út í gærdag með þeim afleiðingum að yfir 600 milljónir Indverja voru án rafmagns tímunum saman. 1.8.2012 06:32 Ungir karlar nota frekar munntóbak Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. 1.8.2012 06:30 Rithöfundurinn Gore Vidal er látinn Hinn þekkti bandaríski rithöfundur og álitsgjafi Gore Vidal er látinn 86 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga. 1.8.2012 06:29 Ráðherrar fara yfir álitamál tengd Nubo Ríkisstjórnin samþykkti skipan samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Iðnaðarráðherra hefur ekki enn undirritað fjárfestingarsamning sem lagður var fram í vor. 1.8.2012 06:00 Skálinn að Stöng er úreltur Efnt verður til hugmyndasamkeppni um hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng í Þjórsárdal. Fornleifavernd ríkisins stendur fyrir keppninni í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands. 1.8.2012 06:00 Náttúran í ljósmyndasamkeppni Náttúra er þema þriðju ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar. Vonast er eftir fjölbreytilegum myndum sem fanga náttúru Íslands á áhugaverðan hátt og senda þátttakendur inn sínar eigin ljósmyndir. 1.8.2012 05:00 Hundrað ára hús að gistiheimili Félagið RR Hótel sem hefur hug á að kaupa eitt hundrað ára hús Félags bókagerðarmanna við hlið Þjóðleikhússins vill fá að að breyta eigninni í gistiheimili. 1.8.2012 04:30 Fái fleiri vegrið á Strandirnar „Full þörf er á veg-riði á þessum slóðum og raunar miklu víðar á Ströndum,“ segir á fréttavefnum strandir.is þar sem greint er frá því að nú sé unnið að uppsetningu vegriðs á Djúpvegi númer 61 þar sem hann liggur yfir Víðidalsá, rétt sunnan Hólmavíkur. Einnig sé ætlunin að setja veg-rið á sama vegi á nokkrum stöðum á Steingrímsfjarðarheiði í þessari lotu. „Sveitarstjórn Stranda-byggðar hefur sérstaklega bent á mikilvægi þess að vegrið verði sett á neðri kantinn í norðanverðum Kollafirði þar sem leiðin liggur um Forvaða og víðar þar sem kanturinn er mjög brattur og langt niður í fjöru,“ segir á strandir.is.- gar 1.8.2012 04:00 Færri aka göng undir Hvalfjörð Vegagerðin segir að nú í júlí hafi umferð um Hvalfjarðargöng dregist saman um tæp 6 prósent miðað við júlí í fyrra. Í júní dróst umferð um göngin hins vegar aðeins saman um 02, prósent miðað við í fyrra. „Mest dregst umferð saman á laugardögum eða um 10,5 prósent en það samsvarar því að um 750 færri bílum hafi verið ekið um Hvalfjarðargöng að meðaltali hvern laugardag í júlí,“ segir Vegagerðin og bætir við að samanlagt í júní og júlí hafi umferð um göngin minnkað um 3 prósent frá í fyrrasumar. „Það samsvarar því að um 230 færri bílum á sólarhring hafi verið ekið um göngin að meðaltali.“ - gar 1.8.2012 04:00 Boris Johnson með mest fylgi Félagar í breska Íhaldsflokknum vilja helst fá Boris Johnson, borgarstjóra í London, til að verða næsta leiðtoga flokksins. 1.8.2012 03:30 Basescu slapp með skrekkinn Innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í kosningum í Rúmeníu á sunnudag sem snerust um það hvort víkja ætti Traian Basescu forseta úr embætti. 1.8.2012 03:30 Hótað fangelsi fyrir þjófnað Einn af háværustu gagnrýnendum Vladmir Putins, forseta Rússlands, hefur verið sakaður um þjófnað. Hans gæti beðið tíu ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur. 1.8.2012 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölskylda Ólafs Ragnars viðstödd embættistökuna Öll fjölskylda Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, verður viðstödd embættistöku hans í Alþingishúsinu síðdegis. Vísir náði tali af Guðrúnu Tinnu Ólafsdóttur, dóttur forsetans núna í hádeginu. Þá var hún að greiða dætrum sínum fyrir athöfnina, en einnig að sinna yngstu börnum sínum sem ekki hafa nægan aldur til að vera viðstödd. 1.8.2012 13:06
Lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300 Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn. 1.8.2012 12:01
Skoða skipið sem strandaði í Vopnafjarðarhöfn Verið er að kafa og skoða hvort einhverjar skemmdir hafi orðið á botni norska skipsins Silver Copenhagen, sem tók niðri í innsiglingunni í Vopnafjarðarhöfn um klukkan 5 í morgun. 1.8.2012 11:28
Óvenju mörg manndrápsmál í fyrra Óvenjumörg manndrápsmál, eða alls þrjú, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu lögreglunnar sem birt var í gærkvöld. Tímabilið 2007-2010 voru framin samtals fjögur morð í umdæminu og árið í fyrra var því óvenjulegt að þessu leyti. Lögreglan segir þó að varast beri að horfa á sérstaka þróun í þessum efnum og rétt að hafa hugfast að í fyrra fækkaði ofbeldisbrotum á höfuðborgarsvæðinu. 1.8.2012 11:18
Eftirlitsmyndavélar í Herjólfsdal Öryggisgæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið efld til muna frá því á síðasta ári, segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóðhátíðarnefndar. Ellefu öryggismyndavélar verða í Herjólfsdal og um 120 manns sinna gæslu á svæðinu. 1.8.2012 10:42
Lést í slysi á sunnudag Ökumaður sem lést í slysi nærri Steingrímsfjarðarheiði á sunnudagskvöld hér Halldór Jónsson. Halldór var fæddur 8. febrúar 1932 á Ísafirði, en starfaði sem ökukennari í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu. Hann eignaðist fimm börn, en eitt þeirra er látið. Líðan kanadísks pars sem var farþegar í bíl Halldórs var að sögn vakthafandi læknis á gjörgæslu óbreytt í gærkvöldi. Karlmaðurinn var enn í lífshættu og var haldið sofandi og í öndunarvél, en konan er ekki lengur í lífshættu. 1.8.2012 10:30
Mamma Brynjars fagnar sýknudómi Brynjar Mettinisson hefur verið sýknaður af ákæru um fíkniefnasmygl. Þetta fullyrðir móðir hans í samtali við DV í dag. Móðir hans segir þó að hann sé ekki laus heldur þurfi Brynjar að bíða í mánuði þar til saksóknarar hafa ákveðið hvort málinu verði áfrýjað eða ekki. Þetta er mikill léttir og þó að það sé smá skuggi framundan þá er það samt léttir að hann hafi verið sýknaður," segir hún. 1.8.2012 09:34
Slökkvitæki björguðu miklu í tveimur eldsvoðum Greiður aðgangur að slökkvitækjum í sameignum tveggja fjölbýlishúsa á höfuðborgarsvæðinu kom í veg fyrir að eldur færi úr böndunum í báðum tilvikum í gærkvöldi og í nótt. 1.8.2012 06:53
Norskt flutningaskip strandaði við Vopnafjörð Þrjú þúsund og fimm hundruð tonna norskt flutningaskip tók niðri og strandaði í innsiglingunni til Vopnafjarðar á sjötta tímanum í morgun þegr skipið var á útleið. 1.8.2012 06:52
Engin samstaða meðal strandveiðisjómanna Ekkert varð úr samstöðu strandveiðisjómanna um að hefja ekki veiðar úr ágúst kvótanum fyrr en eftir verslunarmannahelgi , til að koma í veg fyrir verðfall á mörkuðum. 1.8.2012 06:44
Rekja ættir Obama til fyrsta svarta þrælsins í Bandaríkjunum Ættfræðingar í Bandaríkjunum telja sig geta rekið ættir Barack Obama Bandaríkjaforseta allt aftur til fyrsta svarta þrælsins sem var skráður sem slíkur í Bandaríkjunum. 1.8.2012 06:24
Óttast miltisbrandsfaraldur meðal heróínfíkla á Norðurlöndum Heilbrigðisyfirvöld í Danmörku og Noregi óttast nú að miltisbrandsfaraldur sé í uppsiglingu meðal sprautufíkla, og þá einkum heróínneytenda, í norðurhluta Evrópu. 1.8.2012 06:20
Þúsundir flýja borgina daglega Þúsundir manna eru sagðir flýja frá Aleppo, fjölmennustu borg Sýrlands, á hverjum einasta degi. Harðar árásir stjórnarhersins á borgina síðustu daga virðast ekki hafa brotið uppreisnarmenn á bak aftur. 1.8.2012 00:15
Forsetahjónanna beðið Nú er allt orðið klappað og klárt fyrir embættistöku Ólafs Ragnars Grímssonar sem fram fer í þinghúsinu í dag. Forsetinn mætir klukkan tuttugu mínútur yfir þrjú með Dorrit Moussaieff, eiginkonu sinni. Um hálffjögur verður gengið til guðþjónustu í Dómkirkjunni og um fjögur hefst athöfnin sjálf í þinghúsinu. Lúðrasveit Reykjavíkur hefur leikið lög frá því klukkan þrjú. 1.8.2012 15:19
Vitni fá nafnleynd í manndrápsmáli Dómari féllst í gær á að leyfa vitnum í manndrápsmáli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar að njóta nafnleyndar. Sakborningarnir og verjendur þeirra munu ekki fá að vita hver vitnin eru. Afar sjaldgæft er að úrræðinu sé beitt. 1.8.2012 11:00
Slasaðist þegar fjórhjól valt Ökumaður fjórhjóls slasaðist þegar hann fór út af vegslóða á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og hjólið valt. Hann meiddist meðal annars á fótum og rifbeinsbrotnaði. 1.8.2012 06:55
Fleiri dauðsföll vegna ebolasmits í Úganda Enn berast fréttir af fleiri dauðsföllum vegna ebolasmits í Úganda. Í gærdag létust tveir einstaklingar, þar af einn fimm ára gamall drengur, og því hafa 16 látist af þessum sjúkdómi undanfarna daga. 1.8.2012 06:39
Pólverjar æfir af reiði út í Madonnu Samtök kaþólskra og fyrrverandi hermanna í Póllandi eru æf af reiði út í söngkonuna Madonnu þar sem tónleikar hennar í Póllandi bera upp á sama dag og uppreisnin í Varsjá hófst árið 1944 þegar andspyrnuhreyfing landsins reyndi að frelsa borgina úr klóm nasista. 1.8.2012 06:35
Rafmagn aftur komið á víðast á Indlandi Rafmagn er aftur komið á víðast hvar á Indlandi en stór hluti af rafveitukerfi landsins sló út í gærdag með þeim afleiðingum að yfir 600 milljónir Indverja voru án rafmagns tímunum saman. 1.8.2012 06:32
Ungir karlar nota frekar munntóbak Um 7,3% íslenskra karlmanna taka tóbak í vörina og 44% hafa einhvern tímann prófað það, að því er fram kemur í nýlegri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Landlæknisembættið. Hlutfallið er mun hærra í yngri aldursflokkum. 1.8.2012 06:30
Rithöfundurinn Gore Vidal er látinn Hinn þekkti bandaríski rithöfundur og álitsgjafi Gore Vidal er látinn 86 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga. 1.8.2012 06:29
Ráðherrar fara yfir álitamál tengd Nubo Ríkisstjórnin samþykkti skipan samráðshóps ráðherra og ráðuneyta til að fara yfir álitamál tengd erlendri fjárfestingu á Grímsstöðum á Fjöllum. Iðnaðarráðherra hefur ekki enn undirritað fjárfestingarsamning sem lagður var fram í vor. 1.8.2012 06:00
Skálinn að Stöng er úreltur Efnt verður til hugmyndasamkeppni um hönnun ásýndar og umhverfis fornleifa við Stöng í Þjórsárdal. Fornleifavernd ríkisins stendur fyrir keppninni í samvinnu við Skeiða- og Gnúpverjahrepp og Arkitektafélag Íslands. 1.8.2012 06:00
Náttúran í ljósmyndasamkeppni Náttúra er þema þriðju ljósmyndakeppninnar sem Fréttablaðið stendur fyrir í sumar. Vonast er eftir fjölbreytilegum myndum sem fanga náttúru Íslands á áhugaverðan hátt og senda þátttakendur inn sínar eigin ljósmyndir. 1.8.2012 05:00
Hundrað ára hús að gistiheimili Félagið RR Hótel sem hefur hug á að kaupa eitt hundrað ára hús Félags bókagerðarmanna við hlið Þjóðleikhússins vill fá að að breyta eigninni í gistiheimili. 1.8.2012 04:30
Fái fleiri vegrið á Strandirnar „Full þörf er á veg-riði á þessum slóðum og raunar miklu víðar á Ströndum,“ segir á fréttavefnum strandir.is þar sem greint er frá því að nú sé unnið að uppsetningu vegriðs á Djúpvegi númer 61 þar sem hann liggur yfir Víðidalsá, rétt sunnan Hólmavíkur. Einnig sé ætlunin að setja veg-rið á sama vegi á nokkrum stöðum á Steingrímsfjarðarheiði í þessari lotu. „Sveitarstjórn Stranda-byggðar hefur sérstaklega bent á mikilvægi þess að vegrið verði sett á neðri kantinn í norðanverðum Kollafirði þar sem leiðin liggur um Forvaða og víðar þar sem kanturinn er mjög brattur og langt niður í fjöru,“ segir á strandir.is.- gar 1.8.2012 04:00
Færri aka göng undir Hvalfjörð Vegagerðin segir að nú í júlí hafi umferð um Hvalfjarðargöng dregist saman um tæp 6 prósent miðað við júlí í fyrra. Í júní dróst umferð um göngin hins vegar aðeins saman um 02, prósent miðað við í fyrra. „Mest dregst umferð saman á laugardögum eða um 10,5 prósent en það samsvarar því að um 750 færri bílum hafi verið ekið um Hvalfjarðargöng að meðaltali hvern laugardag í júlí,“ segir Vegagerðin og bætir við að samanlagt í júní og júlí hafi umferð um göngin minnkað um 3 prósent frá í fyrrasumar. „Það samsvarar því að um 230 færri bílum á sólarhring hafi verið ekið um göngin að meðaltali.“ - gar 1.8.2012 04:00
Boris Johnson með mest fylgi Félagar í breska Íhaldsflokknum vilja helst fá Boris Johnson, borgarstjóra í London, til að verða næsta leiðtoga flokksins. 1.8.2012 03:30
Basescu slapp með skrekkinn Innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í kosningum í Rúmeníu á sunnudag sem snerust um það hvort víkja ætti Traian Basescu forseta úr embætti. 1.8.2012 03:30
Hótað fangelsi fyrir þjófnað Einn af háværustu gagnrýnendum Vladmir Putins, forseta Rússlands, hefur verið sakaður um þjófnað. Hans gæti beðið tíu ára fangelsi verði hann ákærður og fundinn sekur. 1.8.2012 03:00