Fleiri fréttir

Slæmt ástand á malarvegum

Ástand malarvega víða um land er með lakara móti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástæðan er sú að lítið hefur verið hægt að hefla vegna langvarandi þurrka.

Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu

Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador.

Smyglari tekinn með tugi lítra af áfengi

Lögreglan og tollgæslan á Vestfjörðum lagði hald á 38 lítra af sterku áfengi og 37.000 sígarettur um borð í flutningaskipi sem kom til lestunar á Bíldudal síðastliðinn miðvikudag. Varningurinn fannst við leit í skipinu og var tilbúinn til hífingar frá borði. Talið er að hann hafi átt að fara til dreifingar hér á landi. Einn skipverji var handtekinn vegna málsins. Honum var sleppt í gærkveldi að lokinni yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglu telst málið upplýst og er það komið til ákærumeðferðar.

Þyrlan sótti veikan sjómann

Skipverji á íslensku togveiðiskipi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í morgun. Um hálfsjöleytið bað skipstjórinn um samband við lækni þyrlunnar vegna sjúklings um borð og var ákveðið að maðurinn yrði sóttur. Skipstjórinn fékk jafnframt fyrirmæli um að sigla í átt að landi. Maðurinn var svo kominn í þyrluna um hálfníuleytið og var þyrlan lent í flugskýli Landhelgisgæslunnar um níuleytið þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingnum og flutti hann á Landsspíatlann.

Samlokurnar ódýrastar hjá Iceland Express

Samlokur eru áberandi á matseðlum þeirra flugfélaga sem halda uppi millilandaflugi héðan frá Íslandi allt árið. Samkvæmt verðkönnun sem Túristi.is gerði eru þær ódýrastar hjá Iceland Express og kosta nærri því helmingi minna en brauðið hjá Norwegian, þar sem þær eru dýrastar.

Emma Watson komin til Íslands

Leikkonan Emma Watson, sem leikur ofurkláru galdrastelpuna Hermione Granger í Harry Potter myndunum, er á Íslandi. Um miðnætti í gærkvöldi tilkynnti hún heimsbyggðinni um komu sína á Twitter með orðunum "I'm in ICELAND!! Boo Ya!!!!!!"

Keppni hafin á Unglingalandsmótinu

Fyrstu keppnir á Unglingalandsmóti Ungmennafélags Íslands hófust klukkan átta í morgun. Keppt var í golfi, körfubolta, frjálsum íþróttum og knattspyrnu svo eitthvað sé nefnt. Stöðugur straumur fólks lagði inn á mótssvæðið í gær og hafa eigendur hundruða tjaldvagna, fellihýsa og tjalda komið sér fyrir. Á vefsíðu mótsins segir að aldrei hafi fleiri þátttakendur skráð sig til keppni en þeir eru um 2000.

Allar skýrslur FBI um Marilyn Monroe eru horfnar

Allar skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar FBI um leikkonuna Marilyn Monroe eru horfnar. Það sama gildir um Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna en þar finnst hvorki tangur né tetur af skjölum FBI.

Björt framtíð eina af nýju framboðunum sem ekki tapar fylgi

Þrjú af fjórum nýju framboðunum fyrir næstu Alþingiskosningar tapa fylgi frá fyrri mánuði, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups, en Björt framtíð þeirra Guðmundar Steingrímssonar og Heiðu Kristínar Helgadóttur vinnur á og mælist nú með 5,3 prósent.

Putin vill væga dóma yfir Pussy Riot

Vladimir Putin forseti Rússlands segir að stúkurnar þrjár í pönkhljómsveitinni Pussy Riot eigi ekki að hljóta þunga dóma fyrir mótmælaaðgerðir þeirra gegn sér.

Féll af hestbaki og meiddist

Kona meiddist þegar hún féll af hestbaki í grennd við Hvanneyri í Borgarfirði undir miðnætti. Hún var flutt á heilsugæsluna í Borgarnesi til aðhlynningar.

Ölvaðir bílstjórar gerst sekir um manndráp

Ökumenn sem aka undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa og verða valdir að dauða annars hafa verið ákærðir fyrir manndráp, og fangelsisdómar hafa fallið vegna slíkra mála. Umferðarstofa hvetur aðstandendur ökumanna sem ætla af stað ölvaðir til að grípa í taumana.

Elsti flóðhestur heimsins er dáinn

Elsti flóðhestur heimsins er allur. Um var að ræða flóðhestinn Donnu sem verið hafði til sýnis í dýragarðinum í bænum Evansville í Indíana í Bandaríkjunum frá árinu 1956.

Þarf að loka til að hagræða í rekstri

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur sagt upp starfsmönnum sínum í Björgunarskólanum á Gufuskálum á Snæfellsnesi, þar sem haldin hafa verið námskeið fyrir björgunarfólk um árabil.

Segir fleiri í arnarvarpsskoðun

Páll Kr. Pálsson stjórnarformaður Sæferða segir að það verði forvitnilegt að sjá hvernig yfirvöld taki á öðrum sjófarendum sem sigli um sömu svæði og þeir um Breiðafjörðinn.

Rannsaka hegðun hvala við Ísland

Háskóli Íslands (HÍ) kynnti í gær samstarfsverkefni um hvalarannsóknir með Alþjóðadýraverndunarsjóðnum (IFAW). Verkefnið er til sex vikna og mun beinast að rannsóknum á hegðun hvala við Ísland.

Hvalaskoðarar fengu áfallahjálp eftir strand

„Báturinn var við Lundey að skoða fugla í blíðu veðri þegar hann strandaði,“ segir Þorsteinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, sem gerir meðal annars út bátinn Hauk. Haukur strandaði með 37 farþega innanborðs við Lundey á Skjálfanda í gær.

Guðjón Már eignast OZ-nafnið á ný

Jón Stephenson von Tetzchner, stofnandi og fyrrum forstjóri norska hugbúnaðarfyrirtækisins Opera, hefur fjárfest í íslenska sprotafyrirtækinu Medizza.

Fjölskyldufólk streymir aftur í frí til útlanda

Sprenging hefur orðið sumarfrísferðum fjölskyldufólks til útlanda, segir forstjóri Úrvals Útsýnar. Þetta var sá hópur sem sparaði við sig í ferðalögum eftir hrun. Markaðsaðstæður hafa verið ferðalöngum í vil.

Veitti manni lífshættulega áverka

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ríflega tvítugum manni sem er grunaður um að hafa veitt jafnaldra sínum lífshættulega áverka með hnífi í Höfðatúni síðastliðið laugardagskvöld.

Dulbúnar boðflennur vöktu enga tortryggni

Talsmaður Isavia segir þrennt hafa brugðist þegar tveir laumufarþegar fundust í þotu á Keflavíkurflugvelli. Mennirnir hafi sést í eftirlitsmyndavélum en ekki vakið neinar grunsemdir því þeir hafi dulbúið sig sem flugvallarstarfsmenn.

Annan hættir sem friðarsamningamaður

Kofi Annan hefur sagt starfi sínu sem sérstakur friðarsamningamaður Arabandalagsins og Sameinuðu Þjóðanna lausu. Annan tilkynnti þetta í kvöld.

Stórveldatafl iðkað í Sýrlandi

Andstaða Rússa við að þrýsta á Assadstjórnina í Sýrlandi með refsiaðgerðum á sér djúpar sögulegar rætur og tengist hagsmunum gömlu stórveldanna. Guðsteinn Bjarnason ræddi við Hauk Hauksson stjórnmálafræðing sem búið hefur í Moskvu í tvo áratugi.

Rís raunverulegur Júragarður í Ástralíu?

Orðrómur er nú á kreiki um að umdeildur auðmaður frá Ástralíu muni brátt leggjast í framkvæmdir á raunverulegum Júragarði. Talið er vísindamenn sem komu að klónun kindarinnar Dolly vinni að verkefninu.

Þjóðarpúls: Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Sjálfstæðisflokkurinn er enn sem áður með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir tveir til samans. Samfylking og Vinstri grænir eykst samt þó frá fyrri mánuði. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup.

Húkkarinn í kvöld og fólk streymir til Vestmannaeyja

„Við erum afar ánægð með stöðuna. Veðrið leikur við okkur og það er það eina sem maður fær ekki við ráðið." Þetta segir Páll Scheving Ingvarsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína til Vestmannaeyja í dag.

Prometheus verður þríleikur

Svo virðist sem að breski leikstjórinn Ridley Scott sé ekki reiðubúinn að yfirgefa söguheim Prometheus. Hann tilkynnti í dag að tvær framhaldsmyndir væru í bígerð.

Slökkviliðsmenn í eggjandi myndatöku

Fáklæddir slökkviliðsmenn fjölmenntu í Nauthólsvíkina í gær. Það var þó hvorki sólarást né strípihneigð sem réð för, heldur stóðu yfir tökur á jóladagatali slökkviliðsins.

Búast við þrettán þúsund manns á Selfossi um helgina

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Selfossi um helgina. Hátt í sex þúsund manns eru nú samankomin á svæðinu. Mótið verður formlega sett annað kvöld en formaður UMFÍ gerir ráð fyrir að um 13 þúsund manns muni heimsækja landsmótið í ár.

Landspítalanum verður hlíft í niðurskurði næsta árs

Landspítalanum verður hlíft í niðurskurði næsta árs, samkvæmt heimildum fréttastofu og fjárlög til spítalans verða því ekki skert. Niðurskurður og skattahækkanir eru samt framundan annars staðar í kerfinu ef markmið ríkisstjórnarinnar um hallalaus fjárlög 2014 eiga að nást.

Landi komst ekki til eyja

Tveir menn voru handteknir í dag grunaðir um að hafa ætlað að selja landa á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Lögreglan á Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu lagði á hald á 65 lítra af 45 prósent landa.

Sólin hefur aldrei skinið meira í borginni

Reykvíkingar ættu flestir að vera sólbrúnir og sætir eftir sumarið því sólskinsstundirnar í Reykjavík síðustu þrjá mánuði hafa aldrei verið fleiri á þessum árstíma frá því mælingar hófust. Á Akureyri er sömu sögu að segja og Akureyringar ættu því að geta unað vel við sitt litarhaft.

Óhugnanlegar myndir frá æfingum kínverskra barna

Fjölmiðlar veltu því fyrir sér á dögunum hvort að Ye Shiwen, kínversk sundkona, sem sló heimsmet í 400 metra fjórsundi um meira en sekúndu, og synti hraðar en karlkyns sundkappi í sömu grein, hafi verið á ólöglegum lyfjum þegar hún sló heimsmetið.

Sjá næstu 50 fréttir