Innlent

Féll af hestbaki og meiddist

Kona meiddist þegar hún féll af hestbaki í grennd við Hvanneyri í Borgarfirði undir miðnætti. Hún var flutt á heilsugæsluna í Borgarnesi til aðhlynningar.

Hann slapp hinsvegar lítið sem ekkert meiddur, ökumaðurinn sem missti stjórn á bíl sínum á móts við Möðruvelli í Eyjafirði seint í nótt, með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Maðurinn var einn í bílnum.

Ekki er vitað um önnur umferðaróhöpp í gærkvöldi og í nótt, þrátt fyrir mikla umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×