Erlent

Karlmennskan að hverfa í hinum stafræna nútíma

mynd/AFP
Bandarískur fræðimaður heldur því fram að tölvuleikir, veraldarvefurinn og önnur stafræn tækni raski verulega þroska karlmanna. Þannig sé stór hluti þeirra karlmanna sem nú vex úr grasi ekki í stakk búinn til að takast á við þær kröfur sem nútíma samfélag leggur á þá.

Sálfræðingurinn Philip Zambardo fjallar um þessi mál í bók sinni The Demise of Guys: Why Boys are Struggling and What We Can Do About It. Zambardo er prófessor í sálfræði við Stanford háskólann í Bandaríkjunum.

Zambardo hefur sérstakar áhyggjur af klámi og segir að auðvelt aðgengi að klámfengu efni geti orsakað örvunarvandamál meðal karlmanna. Í kjölfarið eiga þessir menn erfitt með að mynda tilfinningatengsl við aðrar manneskjur.

„Piltar í dag eyða gríðarlega miklum tíma í hinum stafræna heimi," segir Zambardo. „Þetta tekur til margra þátta, allt frá tölvuleikjaspilun til þess að horfa á klám, hanga á YouTube og allt það sem veraldarvefurinn hefur upp á að bjóða."

Afleiðingar þessa ferlis eru margþættar. En birtingarmyndir þess eru þó ávallt tengdar einhvers konar taktleysi karlmanna við nærumhverfi sitt og samfélag.

Hægt er að nálgast viðtal við Zambardo á vef CNN. Þá er einnig hægt að kynna sér fræðibókina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×