Erlent

Landamærastöðvar í Sýrlandi á valdi uppreisnarmanna

Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa náð nokkrum landamærastöðvum við landamærin að Tyrklandi á sitt vald.

Þá stóðu einnig bardagar við landamærastöðvar að landamærunum við Írak og náðu uppreisnarmenn þeim öllum á sitt vald um tíma.

Uppreisnarmenn notuðu tækifærið í gærdag meðan að sýrlenski stjórnarherinn var upptekinn við bardagana í Damaskus höfuðborg landsins.

Talið er að nærri 250 manns hafi fallið í bardögunum í Damaskus og er dagurinn því sá blóðugasti frá upphafi átakanna í landinu í mars í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×