Erlent

Dæmdur í ævilangt fangelsi

Fyrrverandi forseti Túnis flúði til Sádi-Arabíu á síðasta ári.
Fyrrverandi forseti Túnis flúði til Sádi-Arabíu á síðasta ári. nordicphotos/AFP
Zine al Abidine Ben Ali, fyrrverandi forseti Túnis, var í gær dæmdur í ævilangt fangelsi af dómstól í landinu.

Sjálfur var Ben Ali þó fjarstaddur, því hann flúði land snemma á síðasta ári til Sádi-Arabíu ásamt fjölskyldu sinni, þegar uppreisn gegn honum var komin á fullt skrið. Fjörutíu aðrir fyrrverandi valdamenn í stjórn Bens Ali voru einnig dæmdir í gær, og eiga að dúsa í fangelsi í fimm til tuttugu ár.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×