Innlent

Mældist á 148 km hraða á Reykjanesbraut

Svartur Benz fólksbíll mældist á 148 kílómetra hraða á Reykjanesbraut, á móts við Vogaafleggjara á tólfta tímanum í gærkvöldi og sinnti ökumaður ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna.

Þeir veittu honum eftirför og náðu loks að stöðva bílinn þegar hann var kominn inn í Reykjanesbæ. Ökumaður tók þá til fótanna, en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann, enda er hann grunaður um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×