Innlent

Crowe jákvæður fyrir því að stjórna þætti á X-inu 977

Boði Logason skrifar
Russel Crowe sagðist vera jákvæður fyrir því að stjórna útvarpsþætti á útvarpstöðinni X-inu 977.
Russel Crowe sagðist vera jákvæður fyrir því að stjórna útvarpsþætti á útvarpstöðinni X-inu 977.
„Það væri frábært ef það væri hægt að klára þetta," segir Orri Freyr Rúnarsson, útvarpsmaður á útvarpstöðinni X-inu 9.77.

Í gærkvöldi sendi Orri Freyr leikaranum Russel Crowe skilaboð á Twitter þar sem hann bauð honum að vera gestastjórnandi í útvarpsþættinum sínum á stöðinni. Crowe, sem staddur er hér á landi við tökur á bíómyndinni Noah, svaraði um hæl og sagði að það gæti væri verið „cool", eins og hann orðaði það.

Orri Freyr segir að vissulega sé ekkert neglt niður í þessum efnum en hann vonist þó til að leikarinn mæti í stúdíóið þeirra á næstu dögum.

Orri Freyr er útvarpsmaður á X-inu 977.
„Nú þurfum við bara að finna hentugan tíma og athuga hvort þetta sé möguleiki. Ég myndi þá reyna að fá hann til mín og hann myndi fá að stýra tónlistinni í óákveðinn tíma og spila þau lög sem honum finnst góð. Ég held að við séum ekkert að fara stýra honum, það væri eitthvað rangt við það," segir Orri Freyr.

Þáttur Orra er á dagskrá á X-inu alla daga frá klukkan 12 til 15 en þessa daganna leysir hann útvarpsmanninn Ómar af og er því á milli klukkan 7 og 11 alla virka daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×