Innlent

Ökumenn teknir á flótta undan lögreglu

Fimm ökumenn voru teknir úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna aksturs undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

Einn þeirra ók utan í annan bíl á Hringbraut í Reykajvík laust fyrir miðnætti og stakk af. Hann náðist skömmu síðar og fundust fíkniefni í fórum hans.

Þá stöðvaði lögreglan bíl í Suðurfelli, en ökumaðurinn tók til fótanna. Hann náðist skömmu síðar og var vistaður í fangageymslum. Og svo var einn tekinn dópaður á bifhjóli, en mál hinna tveggja voru hefðbundin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×