Innlent

Einar hissa á áfrýjun sýknu

Einar Marteinsson segir dóm héraðsdóms vel rökstuddan og skýran.
Einar Marteinsson segir dóm héraðsdóms vel rökstuddan og skýran. Fréttablaðið/anton
Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir Einari ¿Boom‘ Marteinssyni, fyrrverandi leiðtoga íslenskra Vítisengla, í líkamsárásarmáli sem tengt var Hells Angels. Einar var ákærður fyrir að skipuleggja grófa líkamsárás sem aðrir sakborningar fengu allt að fjögurra ára dóm fyrir að fremja.

Einar var hissa á tíðindunum þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var nú tiltölulega vel rökstuddur dómur og skýr þannig að mér finnst þetta ansi sérstakt. Auðvitað er maður drullufúll, en það er svo sem ekkert verra fyrir mig að þessu sé áfrýjað. Ég hef ekkert að óttast.“ - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×