Erlent

Keppendur á Ólympíuleikunum fá 150.000 smokka afhenta

Þeir íþróttamenn sem taka þátt í komandi Ólympíuleikum munu ekki þurfa að hafa áhyggjur af öruggu kynlífi. Ákveðið hefur verið að dreifa 150.000 smokkum meðal þeirra.

Þetta jafngildir því að hver einasti íþróttamaður sem keppir í London muni fá 15 smokka afhenta þá 17 daga sem Ólympíuleikarnar standa yfir. Þar að auki mun Durex vera tilbúið með meiri birgðir ef þessir 150.000 smokkar duga ekki til.

Fjallað er um málið í Daily Mail og þar er spurt hvort nú stefni í gröðustu Olympíuleikanna sögunnar. Og einnig hvort þetta sé ekki aðeins yfirdrifið þar sem keppendur hafi væntanlega meiri áhuga á að eyða orku sinni í að vinna verðlaun en stunda kynlíf af krafti.

Nefnt er til sögunnar að þetta er veruleg aukning á dreifingu smokka meðal keppenda frá síðustu Ólympíuleikum í Bejing í Kína árið 2008. Á þeim leikum var 100.000 smokkum dreift meðal keppenda.

Daily Mail ræðir meðal annars við Hope Solo markmann í kvennaliði Bandaríkjanna í fótbolta. Hún segir að keppendur stundi mikið kynlíf meðan á leikunum stendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×