Líkir gögnum Íra um dreifingu markríls við skáldskap Höskuldur Kári Schram skrifar 19. júlí 2012 19:15 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, líkir vísindagögnum írskra stjórnvalda um dreifingu makríls við Ísland við skáldskap, enda byggi gögnin ekki á rannsóknum innan íslensku lögsögunnar. Hann efast um að Evrópusambandið og Norðmenn muni fallast á kröfu Íra um refsiaðgerðir gegn Íslandi. Írsk stjórnvöld vilja að Evrópusambandið og Norðmenn beiti íslendinga efnahagslegum þvingum vegna makríldeilunnar. Írar saka Íslendinga og Færeyinga um ofveiðar og máli sínu til stuðnings hafa þeir lagt fram gögn sem eiga sýna að minna sé um makríl við Ísland núna en í fyrra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisáðherra, dregur þessar tölur í efa. „Í fyrsta lagi þá er ekkert hægt að segja um það fyrr en við höfum lokið okkar rannsóknarleiðangri. Það verður ekki fyrr en í lok næsta mánaðar. Í öðru lagi þá hafa Írar engin gögn innan úr íslensku efnahagslögsögunni - svo að mér sé kunnugt um - sem renna stoðum undir þetta og í þriðja lagi þá sá ég útbreiðslukortin sem að þeir létu fylgja sinni greinargerð og þær upplýsingar sýndust mér vera út í hött." Í skýrslu Íra segir meðal annars að makríll hafi ekki komið upp að suðvesturhorni landsins. „Nú ég bý nú við sjóinn og allt síðasta sumar þá fylgdist ég með makrílnum vaða beint fyrir utan stofugluggann minn við Ánanaustin, þannig að ég tel að þeir séu að fiska í mjög gruggugu vatni. Þessar staðhæfingar þeirra eru ekki á rökum byggðar og það er mjög óvísindalegt hjá þeim að leggja þetta fram áður en þessar upplýsingar eru komnar frá okkur." „Það er hugsanlegt að þarna blandist hið skáldræna blóð keltanna sem búa í grannlandi okkar Írlandi, ég skal ekkert segja um það segja." Össur telur ólíklegt að Evrópusambandið og Norðmenn grípi til þvingana gegn Íslandi vegna deilunnar. „Ég býð eftir að sjá vini okkar Norðmenn taka þátt í slíku og ég á eftir að sjá Evrópusambandið grípa til slíkra ráða — það væri lögbrot." Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, líkir vísindagögnum írskra stjórnvalda um dreifingu makríls við Ísland við skáldskap, enda byggi gögnin ekki á rannsóknum innan íslensku lögsögunnar. Hann efast um að Evrópusambandið og Norðmenn muni fallast á kröfu Íra um refsiaðgerðir gegn Íslandi. Írsk stjórnvöld vilja að Evrópusambandið og Norðmenn beiti íslendinga efnahagslegum þvingum vegna makríldeilunnar. Írar saka Íslendinga og Færeyinga um ofveiðar og máli sínu til stuðnings hafa þeir lagt fram gögn sem eiga sýna að minna sé um makríl við Ísland núna en í fyrra. Össur Skarphéðinsson, utanríkisáðherra, dregur þessar tölur í efa. „Í fyrsta lagi þá er ekkert hægt að segja um það fyrr en við höfum lokið okkar rannsóknarleiðangri. Það verður ekki fyrr en í lok næsta mánaðar. Í öðru lagi þá hafa Írar engin gögn innan úr íslensku efnahagslögsögunni - svo að mér sé kunnugt um - sem renna stoðum undir þetta og í þriðja lagi þá sá ég útbreiðslukortin sem að þeir létu fylgja sinni greinargerð og þær upplýsingar sýndust mér vera út í hött." Í skýrslu Íra segir meðal annars að makríll hafi ekki komið upp að suðvesturhorni landsins. „Nú ég bý nú við sjóinn og allt síðasta sumar þá fylgdist ég með makrílnum vaða beint fyrir utan stofugluggann minn við Ánanaustin, þannig að ég tel að þeir séu að fiska í mjög gruggugu vatni. Þessar staðhæfingar þeirra eru ekki á rökum byggðar og það er mjög óvísindalegt hjá þeim að leggja þetta fram áður en þessar upplýsingar eru komnar frá okkur." „Það er hugsanlegt að þarna blandist hið skáldræna blóð keltanna sem búa í grannlandi okkar Írlandi, ég skal ekkert segja um það segja." Össur telur ólíklegt að Evrópusambandið og Norðmenn grípi til þvingana gegn Íslandi vegna deilunnar. „Ég býð eftir að sjá vini okkar Norðmenn taka þátt í slíku og ég á eftir að sjá Evrópusambandið grípa til slíkra ráða — það væri lögbrot."
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira