Erlent

Romney með örlítið meira fylgi en Obama

Mitt Romney hefur örlítið forskota á Barack Obama Bandaríkjaforseta í baráttunni um forsetaembættið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í gærkvöldi.

Það var New York Times sem stóð að könnuninni og samkvæmt henni fengi Romney 45% atkvæða ef kosið yrði í dag á móti 43% atkvæða hjá Obama. Þessi munur er þó innan skekkjumarka.

Þá kemur fram í þessari könnun að 55% Bandaríkjamanna eru óánægðir með stjórn Obama á efnahagsmálum landsins en 39% eru ánægðir með forsetann hvað þetta varðar.

Sérfræðingar telja að það muni skipta sköpum fyrir Obama á næstu mánuðum hvort honum tekst að minnka atvinnuleysi í landinu eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×