Fleiri fréttir Skrá viðsjárverða sjúklinga "Starfsfólk og sjúklingar á Hjartagátt eru berskjaldaðir gagnvart ofbeldi og árásarhneigð af hálfu þeirra sem til deildarinnar leita,“ segir í erindi Landspítalans til Persónuverndar sem ekki leggst gegn áformum spítalans um að halda skrá yfir hættulegt fólk. 7.7.2012 07:00 Fréttaskýring: Makríllinn þyngist um 650 þúsund tonn í lögsögunni Stál er í stál í makríldeilunni og hvorugur aðilinn virðist ætla að gefa eftir. Íslendingar hafa sett sér kvóta fyrir makríl og telja það vera verndaraðgerð af sinni hálfu. Evrópusambandið (ESB) og Noregur telja hins vegar að með því séu Íslendingar að skammta sér einhliða kvóta úr sameiginlegum stofni. 7.7.2012 06:00 „Þurfti að láta lesa fréttina tvisvar“ „Ég þurfti að láta lesa fréttina tvisvar fyrir mig áður en ég trúði að þetta væri ekki brandari,“ segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um bókhald vegna gjafa og risnu á vegum bæjarins. 7.7.2012 05:30 Steingrímur í stað Oddnýjar Steingrímur J. Sigfússon tók í gær við starfi Oddnýjar G. Harðardóttur sem starfandi iðnaðarráðherra fyrir Katrínu Júlíusdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur undirritað forsetaúrskurði um breytingar á ráðuneytum, en þær taka gildi 4. september. 7.7.2012 05:00 90 ár síðan fyrsta kona tók sæti Haldið verður upp á það á morgun að níutíu ár verða liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi, fyrst kvenna. 7.7.2012 04:30 Stendur öðrum að baki en tækifæri bíða Þrátt fyrir að Reykjavík standi öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum að baki á flestum sviðum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni borga eru fjölmörg tækifæri fyrir hendi. 7.7.2012 04:00 Clinton vill þrýsting á Rússa Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi rússnesk og kínversk stjórnvöld harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að alþjóðasamfélagið geti beitt Sýrlandsstjórn meiri þrýstingi. 7.7.2012 03:00 Flestir flokkarnir boða íslamskt ríki Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. 7.7.2012 02:00 Flóðaviðvaranir í Bretlandi vegna rigningar Flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út í Bretlandi vegna úrhellisrigningar sem búist er við í landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir verstu veðurskilyrði ársins í nótt og á morgun og segja líkur á að meira rigni næsta sólarhringinn en venjulega rignir í heilum mánuði. 6.7.2012 23:52 Ferðamenn flykkjast í selaskoðun til að sjá ísbjörn Nóg hefur verið að gera í selaskoðun við Hvammstanga frá því að fregnir bárust af því að hvítabjörn væri á svæðinu. Ferðamennirnir vilja ólmir fá að kanna hvort björninn sé í leit að æti á þessu selsælasta svæði landsins. 6.7.2012 23:29 Gengu á stultum og lærðu um smokka á götuhátíð - myndir Jafningjafræðsla Hins Hússins hélt sína árvissu götuhátíð á Austurvelli í dag. Glatt var á hjalla, tónlist var spiluð, verslað var með föt og smokkar mátaðir á gervityppi svo fátt eitt sé nefnt. 6.7.2012 22:39 Umferðin gekk áfallalaust fyrir sig í dag Þó umferðin til og frá höfuðborginni hafi verið mikil í dag gekk dagurinn óhappalaust fyrir sig. 6.7.2012 22:16 Ísbjarnarleitin kemur í staðinn fyrir æfingaflug gæslunnar Leitin að ísbirninum kemur í staðinn fyrir æfingaflug hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Því bætist í raun ekkert við kostnað gæslunnar þó þyrlan hafi flogið í um 13 klukkustundir allt í allt í leit að birninum. Þetta segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. 6.7.2012 20:24 Áhyggjuefni að enn býr fólk á Kópavogshæli Það er áhyggjuefni að enn búa tíu manns á Kópavogshæli. Það fólk nýtur ekki sömu réttinda og aðrir og því þarf að breyta. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem fagnar rannsókn sem á að gera á vist barna á stofnuninni. 6.7.2012 18:38 Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu. 6.7.2012 21:04 Ljóðabók um andleg veikindi "Það er hægt að komast úr því hyldýpi sem maður hefur verið í," segir ung kona sem hefur ásamt fimmtán öðrum einstæðum mæðrum gefið út ljóðabók um reynslu og jafnframt sigur á andlegum veikindum. 6.7.2012 20:52 Myndir af Bestu útihátíðinni samansafnaðar á netinu Með nýju íslensku forriti verður hægt að fylgjast með framvindu Bestu útihátíðarinnar á netinu. GPS staðsetningarhnit hátíðarinnar voru sett inn í forritið og í kjölfarið munu allar myndir sem teknar verða á ákveðna síma innan þessara hnita birtast á tiltekinni slóð á netinu. 6.7.2012 19:08 Framkvæmdir við Stúdentakjallarann hafnar Framkvæmdir við Stúdentakjallarann sem mun rísa við Háskólatorg eru hafnar. Framkvæmdirnar hófust í vikunni. 6.7.2012 19:04 Ánægður með rannsókn á Kópavogshæli Karlmaður sem vistaður var frá þriggja ára aldri á Kópavogshæli fagnar því að rannsaka eigi starfsemina. Það gerir einnig þroskaþjálfi sem þar starfaði. Þau segja að læra verði af mistökum fortíðar. 6.7.2012 18:47 Komin á ról eftir bílveltu Þýsk hjón sem misstu stjórn á bíl með þeim afleiðingum að hann valt skammt frá bænum Mýri, syðst í Bárðardal, eru komin á ról. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang en hjónin reyndust ekki alvarlega slösuð. 6.7.2012 18:17 Vill sjá örari endurnýjun í Hæstarétti Það væri heillavænlegra ef endurnýjun í Hæstarétti væri örari. Þetta telur Þorvaldur Gylfason. Hann telur að með þeim hætti mætti komast hjá þeirri stöðu að nær allir dómarar réttarins hefðu verið skipaðir af sömu tveimur stjórnmálaflokkunum. 6.7.2012 17:54 Benedikt syndir Alcatrazsundið Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að synda Alcatrazsund með tveimur félögum sínum þann 28. júlí næstkomandi, á milli fangelsisins og San Fransisco í Bandaríkjunum. 6.7.2012 16:39 Ráðuneytum fækkar í byrjun september Ráðuneytum verður fækkað formlega í átta þann 4. september næstkomandi. Þá verða nokkur ráðuneyti sameinuð í ný ráðuneyti. Átta ráðuneyti verða starfandi eftir þann tíma. 6.7.2012 15:21 Búast við þungri umferð um helgina Búast má við því að mikil umferð verði um allt land um helgina því víða fara fram hátíðarhöld. Þjóðlagahátíð verður á Siglufirði, Vopnaskak á Vopnafirði, Írskir dagar á Akranesi, Besta útihátíðin á Gaddstaðaflötum við Hellu, hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur á Hvolsvelli og Dýrafjarðardagar á Þingeyri. 6.7.2012 14:35 Töluverð endurnýjun framundan í Hæstarétti Búast má við töluverðri endurnýjun í Hæstarétt Íslands á næstunni. Af þeim tólf dómurum sem skipaðir eru hefur um þriðjungur áunnið sér rétt til þess að hætta störfum vegna aldurs. Samkvæmt lögum hafa hæstaréttardómarar rétt til þess að hætta störfum 65 ára gamlir án þess að laun skerðist. 6.7.2012 13:25 Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. 6.7.2012 17:45 Woodgate á leið til Middlesbrough Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jonathan Woodgate sé á leið til síns gamla félags, Middlesbrough, á frjálsri sölu á næstunni. 6.7.2012 15:30 Átök í lögreglubíl þegar fangi reyndi að yfirgefa bílinn - myndband Karlmaður missti stjórn á sér í lögreglubíl skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn reyndi að yfirgefa bílinn og upphófust þá átök á milli lögreglunnar og mannsins þar sem þeir biðu á gatnamótum við Snorrabraut. Tveir lögreglumenn voru í bílnum auk mannsins, sem var verið að flytja frá lögreglustöðinni í Hafnarfirði. 6.7.2012 14:05 Villa í hugbúnaði - rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins Vegna villu í hugbúnaði einstakra sjálfsafgreiðslutækja urðu til rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins samkvæmt tilkynningu frá Reiknistofu bankanna. 6.7.2012 13:07 Forvarnarhópur stofnaður fyrir næstu Þjóðhátíð Íþróttafélagið ÍBV sem stendur fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur sett á laggirnar Forvarnahóp sem ætla er að standa fyrir átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn mun starfa allt árið en verður sérstaklega áberandi á Þjóðhátíð í sumar. 6.7.2012 12:50 Vítisengill tekinn með þýfi Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í miðborginni fyrr í vikunni, en í bíl hans fannst mikið magn af því sem talið er vera þýfi. Aðallega var um að ræða rafmagnsvörur, ljósmyndatæki og tölvubúnað. Í fórum mannsins, sem er meðlimur í Hells Angels, fundust einnig fíkniefni. 6.7.2012 12:07 Grænlenski unglingurinn á batavegi Grænlenska unglingurinn sem var fluttur hingað til landsmeð skotsár í nára er á batavegi. Samkvæmt vakthafandi lækni á Landspítalanum í Fossvogi þá er ástand hans stöðugt. Hann var fluttur í gær með flugvél Norlandair. Drengurinn, sem er þrettán ára gamall, fékk skot í nárann og var fluttur frá Tassilaq til Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvernig pilturinn hlaut skotsárið. 6.7.2012 12:02 Grænlenskur unglingur með skotsár fluttur til Reykjavíkur Í gær barst Norlandair beiðni um sjúkraflug til Grænlands. Flytja þurfti 13 ára gamlan dreng með skotsár í nára frá Tasiilaq til Reykjavíkur. 6.7.2012 11:49 Um 1000 gestir á Bestu útihátíðinni Um 1000 gestir voru á hátíðarsvæðinu að Gaddstaðaflötum í nótt, en þar fer fram Besta útihátíðin. Lögreglan segir að hátíðin hafi að mestu leyti farið rólega fram. Öflug gæsla og löggæsla er á svæðinu og verður henni haldið áfram um alla helgina. Um 10-15 mál komu upp hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem hefur eftirlit með svæðinu, og var lagt hald á nokkuð af fíkniefnum. 6.7.2012 11:48 Lyfjakostnaður lækkar þrátt fyrri aukna lyfjanotkun Lyfjakostnaður sjúkratrygginga, að undanskyldum S-merktum lyfjum (sjúkrahúslyf), lækkaði árið 2011 frá fyrra ári þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands. 6.7.2012 11:46 Myndirnar af ísbirninum ógreinilegar Hér má finna myndirnar sem ítölsku ferðamennirnir tóku af hvítabirni sem virtist vera á sundi í Húnaflóa nærri landi. Eins og sjá má á myndunum er nær ómögulegt að greina ísbjörn á þeim. 6.7.2012 10:43 Rannsaka viðskiptakjör birgja til matvöruverslana Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á viðskiptakjörum nokkurra birgja til matvöruverslana. Þar verður rannsakað hvort mikill verðmunur í viðskiptum einstakra birgja við mismunandi verslanir hindri samkeppni og fari gegn samkeppnislögum. Í skýrslu eftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði sem kom út í janúar síðastliðnum var sýnt fram á mjög mikinn verðmun hjá einstökum birgjum eftir því hvaða verslanir eða verslanakeðjur áttu í hlut. Í skýrslunni voru leiddar að því lýkur að þessi mikli verðmunur hindraði samkeppni á dagvörumarkaði. 6.7.2012 10:15 Í sextán ára fangelsi fyrir morð Hlífar Vatnar Stefánsson var dæmdur í sextán ára fangelsi í morgun fyrir morðið á Þóru Eyjalín Gísladóttur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað dóminn upp. Hlífar Vatnar var jafnframt dæmdur til að greiða aðstandendum hennar samtals fjórar milljónir í miskabætur. 6.7.2012 09:58 Þyrlan fer í hvítabjarnaleit á hádegi Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fara í loftið á hádegi til að leita að hvítabirni sem ítalskir ferðamenn töldu sig sjá í Húnaflóa í fyrradag. Þyrlan leitaði á stóru svæði í gær án árangurs en flogið var með strandlengjunni frá Skaga inn Húnafjörð, yfir Þingeyrarsand og fyrir Vatnsnes. Var síðan haldið áfram alveg vestur um og norður í Bjarnafjörð á Hornströndum. 6.7.2012 09:54 Selir taldir í Húnaþingi vestra Selatalning mun fara fram á Vatnsnesi og á Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra þann 22 Júlí næstkomandi og fara talningarnar þannig fram að allir sjáanlegir selir eru taldir samtímis á stórstreymisfjöru á u.þ.b. 100 km strandlengju. Selatalningin hefur farið fram árlega frá árinu 2007. Hún byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í rannsóknarstörfum, ásamt því að njóta nærveru sela og náttúru. Talningin er skemmtileg upplifun fyrir alla náttúru- og dýraunnendur og þess má geta að samtals 1033 selir voru taldir í fyrra. Hingað til hefur áhuginn verið mikill bæði meðal heimamanna og ferðamanna. 6.7.2012 09:45 Tóku rangar ákvarðanir Sambland bilunar í búnaði og mannlegra mistaka varð til þess að frönsk farþegaþota hrapaði í Atlantshaf 2009. Kröfur um að bæta þjálfun flugmanna. 6.7.2012 08:00 Vegakerfið verður ekki bætt á einum degi „Vegakerfið í umsjá Vegagerðarinnar er 13 þúsund kílómetrar og þegar veghönnunarreglum er breytt segir það sig sjálft að þann sama dag verða 13 þúsund kílómetrar ekki aðlagaðir að reglum.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, um fullyrðingar Ólafs Guðmundssonar, fulltrúa EuroRAP á Íslandi, í Fréttablaðinu í gær. 6.7.2012 07:00 Taka ákvörðun um frekari leit þegar líða tekur á daginn Ákvörðun um hvort halda beri áfram leitinni að hvítabirninum sem ítalskir ferðamenn töldu sig sjá í Húnaflóa í fyrradag verður tekin þegar líða tekur á morguninn. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á stóru svæði í gær án árangurs en flogið var með strandlengjunni frá Skaga inn Húnafjörð, yfir Þingeyrarsand og fyrir Vatnsnes. Var síðan haldið áfram alveg vestur um og norður í Bjarnafjörð á Hornströndum. Ekkert sást til dýrsins en hinsvegar fundu Gæslumenn öldumælisdufl sem hafði fyrir nokkru slitnað upp. Duflið hafði rekið frá Straumnesi, fyrir Horn og inn á Strandir. Duflið var tekið um borð og síðan flogið til eldsneytistöku á Ísafirði. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík um klukkan hálfsex í gær. 6.7.2012 06:58 Yfir 180 börnum bjargað úr klóm glæpamanna í Kína Lögreglan í Kína hefur upprætt tvo stóra glæpahringi í landinu sem sérhæfðu sig í mansali á börnum. Jafnframt var yfir 180 börnum bjargað úr klóm þessara glæpamanna. 6.7.2012 06:56 Miklar skemmdir í bruna í Kópavogi Íbúðarhús í Selbrekku skemmdist mikið í bruna í nótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálfþrjú og klukkutíma síðar hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum hans en á tíma logaði glatt. Húsið er einbýli á tveimur hæðum og kviknaði í á efri hæð. Tveir voru í húsinu og náðu þeir að koma sér út fyrir eigin rammleik. Nágranni sem kom til hjálpar þurfti hinsvegar að leyta sér aðstoðar á slysadeild sökum gruns um reykeitrun. Mikill erill hafði verið í sjúkraflutningum þar til skömmu fyrir útkallið og því voru allar stöðvar sem betur fer fullmannaðar þegar kallið kom, að því er vaktstjóri hjá slökkviliði segir. Ekki er ljóst um eldsupptök. 6.7.2012 06:55 Sjá næstu 50 fréttir
Skrá viðsjárverða sjúklinga "Starfsfólk og sjúklingar á Hjartagátt eru berskjaldaðir gagnvart ofbeldi og árásarhneigð af hálfu þeirra sem til deildarinnar leita,“ segir í erindi Landspítalans til Persónuverndar sem ekki leggst gegn áformum spítalans um að halda skrá yfir hættulegt fólk. 7.7.2012 07:00
Fréttaskýring: Makríllinn þyngist um 650 þúsund tonn í lögsögunni Stál er í stál í makríldeilunni og hvorugur aðilinn virðist ætla að gefa eftir. Íslendingar hafa sett sér kvóta fyrir makríl og telja það vera verndaraðgerð af sinni hálfu. Evrópusambandið (ESB) og Noregur telja hins vegar að með því séu Íslendingar að skammta sér einhliða kvóta úr sameiginlegum stofni. 7.7.2012 06:00
„Þurfti að láta lesa fréttina tvisvar“ „Ég þurfti að láta lesa fréttina tvisvar fyrir mig áður en ég trúði að þetta væri ekki brandari,“ segir Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akranesi, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um bókhald vegna gjafa og risnu á vegum bæjarins. 7.7.2012 05:30
Steingrímur í stað Oddnýjar Steingrímur J. Sigfússon tók í gær við starfi Oddnýjar G. Harðardóttur sem starfandi iðnaðarráðherra fyrir Katrínu Júlíusdóttur, sem er í fæðingarorlofi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur undirritað forsetaúrskurði um breytingar á ráðuneytum, en þær taka gildi 4. september. 7.7.2012 05:00
90 ár síðan fyrsta kona tók sæti Haldið verður upp á það á morgun að níutíu ár verða liðin frá því að Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi, fyrst kvenna. 7.7.2012 04:30
Stendur öðrum að baki en tækifæri bíða Þrátt fyrir að Reykjavík standi öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum að baki á flestum sviðum sem hafa áhrif á samkeppnishæfni borga eru fjölmörg tækifæri fyrir hendi. 7.7.2012 04:00
Clinton vill þrýsting á Rússa Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi rússnesk og kínversk stjórnvöld harðlega fyrir að standa í vegi fyrir því að alþjóðasamfélagið geti beitt Sýrlandsstjórn meiri þrýstingi. 7.7.2012 03:00
Flestir flokkarnir boða íslamskt ríki Líbíumenn hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá nýja stjórn í staðinn fyrir bráðabirgðaráðið sem stjórnað hefur landinu frá því Múammar Gaddafí var steypt af stóli síðasta sumar. 7.7.2012 02:00
Flóðaviðvaranir í Bretlandi vegna rigningar Flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út í Bretlandi vegna úrhellisrigningar sem búist er við í landinu næsta sólarhringinn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir verstu veðurskilyrði ársins í nótt og á morgun og segja líkur á að meira rigni næsta sólarhringinn en venjulega rignir í heilum mánuði. 6.7.2012 23:52
Ferðamenn flykkjast í selaskoðun til að sjá ísbjörn Nóg hefur verið að gera í selaskoðun við Hvammstanga frá því að fregnir bárust af því að hvítabjörn væri á svæðinu. Ferðamennirnir vilja ólmir fá að kanna hvort björninn sé í leit að æti á þessu selsælasta svæði landsins. 6.7.2012 23:29
Gengu á stultum og lærðu um smokka á götuhátíð - myndir Jafningjafræðsla Hins Hússins hélt sína árvissu götuhátíð á Austurvelli í dag. Glatt var á hjalla, tónlist var spiluð, verslað var með föt og smokkar mátaðir á gervityppi svo fátt eitt sé nefnt. 6.7.2012 22:39
Umferðin gekk áfallalaust fyrir sig í dag Þó umferðin til og frá höfuðborginni hafi verið mikil í dag gekk dagurinn óhappalaust fyrir sig. 6.7.2012 22:16
Ísbjarnarleitin kemur í staðinn fyrir æfingaflug gæslunnar Leitin að ísbirninum kemur í staðinn fyrir æfingaflug hjá þyrlu Landhelgisgæslunnar. Því bætist í raun ekkert við kostnað gæslunnar þó þyrlan hafi flogið í um 13 klukkustundir allt í allt í leit að birninum. Þetta segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. 6.7.2012 20:24
Áhyggjuefni að enn býr fólk á Kópavogshæli Það er áhyggjuefni að enn búa tíu manns á Kópavogshæli. Það fólk nýtur ekki sömu réttinda og aðrir og því þarf að breyta. Þetta segir formaður Þroskahjálpar sem fagnar rannsókn sem á að gera á vist barna á stofnuninni. 6.7.2012 18:38
Pena Nieto forseti Mexíkó eftir endurtalningu Nú er staðfest að Enrique Pena Nieto er forseti Mexíkó eftir að um helmingur atkvæðanna úr forsetakosningunum síðustu helgi hefur verið tvítalinn. Lopez Obrador sem lenti í öðru sæti taldið að kosningalög hefðu verið brotin og fór fram á endurtalningu. 6.7.2012 21:04
Ljóðabók um andleg veikindi "Það er hægt að komast úr því hyldýpi sem maður hefur verið í," segir ung kona sem hefur ásamt fimmtán öðrum einstæðum mæðrum gefið út ljóðabók um reynslu og jafnframt sigur á andlegum veikindum. 6.7.2012 20:52
Myndir af Bestu útihátíðinni samansafnaðar á netinu Með nýju íslensku forriti verður hægt að fylgjast með framvindu Bestu útihátíðarinnar á netinu. GPS staðsetningarhnit hátíðarinnar voru sett inn í forritið og í kjölfarið munu allar myndir sem teknar verða á ákveðna síma innan þessara hnita birtast á tiltekinni slóð á netinu. 6.7.2012 19:08
Framkvæmdir við Stúdentakjallarann hafnar Framkvæmdir við Stúdentakjallarann sem mun rísa við Háskólatorg eru hafnar. Framkvæmdirnar hófust í vikunni. 6.7.2012 19:04
Ánægður með rannsókn á Kópavogshæli Karlmaður sem vistaður var frá þriggja ára aldri á Kópavogshæli fagnar því að rannsaka eigi starfsemina. Það gerir einnig þroskaþjálfi sem þar starfaði. Þau segja að læra verði af mistökum fortíðar. 6.7.2012 18:47
Komin á ról eftir bílveltu Þýsk hjón sem misstu stjórn á bíl með þeim afleiðingum að hann valt skammt frá bænum Mýri, syðst í Bárðardal, eru komin á ról. Lögregla og sjúkralið komu á vettvang en hjónin reyndust ekki alvarlega slösuð. 6.7.2012 18:17
Vill sjá örari endurnýjun í Hæstarétti Það væri heillavænlegra ef endurnýjun í Hæstarétti væri örari. Þetta telur Þorvaldur Gylfason. Hann telur að með þeim hætti mætti komast hjá þeirri stöðu að nær allir dómarar réttarins hefðu verið skipaðir af sömu tveimur stjórnmálaflokkunum. 6.7.2012 17:54
Benedikt syndir Alcatrazsundið Benedikt Hjartarson sundkappi ætlar að synda Alcatrazsund með tveimur félögum sínum þann 28. júlí næstkomandi, á milli fangelsisins og San Fransisco í Bandaríkjunum. 6.7.2012 16:39
Ráðuneytum fækkar í byrjun september Ráðuneytum verður fækkað formlega í átta þann 4. september næstkomandi. Þá verða nokkur ráðuneyti sameinuð í ný ráðuneyti. Átta ráðuneyti verða starfandi eftir þann tíma. 6.7.2012 15:21
Búast við þungri umferð um helgina Búast má við því að mikil umferð verði um allt land um helgina því víða fara fram hátíðarhöld. Þjóðlagahátíð verður á Siglufirði, Vopnaskak á Vopnafirði, Írskir dagar á Akranesi, Besta útihátíðin á Gaddstaðaflötum við Hellu, hjólreiðakeppnin Tour de Hvolsvöllur á Hvolsvelli og Dýrafjarðardagar á Þingeyri. 6.7.2012 14:35
Töluverð endurnýjun framundan í Hæstarétti Búast má við töluverðri endurnýjun í Hæstarétt Íslands á næstunni. Af þeim tólf dómurum sem skipaðir eru hefur um þriðjungur áunnið sér rétt til þess að hætta störfum vegna aldurs. Samkvæmt lögum hafa hæstaréttardómarar rétt til þess að hætta störfum 65 ára gamlir án þess að laun skerðist. 6.7.2012 13:25
Nýr foss orðinn til við Hrauneyjar Tilkomumikill foss, og einn sá aflmesti á landinu, hefur myndast neðan Hrauneyjafossvirkjunar vegna virkjanaframkvæmda við Búðarháls. Hann verður þó aðeins sýnilegur í eitt ár. Hann er meira en tvöfalt hærri en Urriðafoss, fallhæðin er um fimmtán metrar, og þarna fossa niður yfir 150 rúmmetrar vatns á hverri einustu sekúndu. 6.7.2012 17:45
Woodgate á leið til Middlesbrough Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jonathan Woodgate sé á leið til síns gamla félags, Middlesbrough, á frjálsri sölu á næstunni. 6.7.2012 15:30
Átök í lögreglubíl þegar fangi reyndi að yfirgefa bílinn - myndband Karlmaður missti stjórn á sér í lögreglubíl skömmu fyrir hádegi í dag. Maðurinn reyndi að yfirgefa bílinn og upphófust þá átök á milli lögreglunnar og mannsins þar sem þeir biðu á gatnamótum við Snorrabraut. Tveir lögreglumenn voru í bílnum auk mannsins, sem var verið að flytja frá lögreglustöðinni í Hafnarfirði. 6.7.2012 14:05
Villa í hugbúnaði - rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins Vegna villu í hugbúnaði einstakra sjálfsafgreiðslutækja urðu til rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins samkvæmt tilkynningu frá Reiknistofu bankanna. 6.7.2012 13:07
Forvarnarhópur stofnaður fyrir næstu Þjóðhátíð Íþróttafélagið ÍBV sem stendur fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur sett á laggirnar Forvarnahóp sem ætla er að standa fyrir átaksverkefni gegn kynferðisofbeldi. Hópurinn mun starfa allt árið en verður sérstaklega áberandi á Þjóðhátíð í sumar. 6.7.2012 12:50
Vítisengill tekinn með þýfi Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í miðborginni fyrr í vikunni, en í bíl hans fannst mikið magn af því sem talið er vera þýfi. Aðallega var um að ræða rafmagnsvörur, ljósmyndatæki og tölvubúnað. Í fórum mannsins, sem er meðlimur í Hells Angels, fundust einnig fíkniefni. 6.7.2012 12:07
Grænlenski unglingurinn á batavegi Grænlenska unglingurinn sem var fluttur hingað til landsmeð skotsár í nára er á batavegi. Samkvæmt vakthafandi lækni á Landspítalanum í Fossvogi þá er ástand hans stöðugt. Hann var fluttur í gær með flugvél Norlandair. Drengurinn, sem er þrettán ára gamall, fékk skot í nárann og var fluttur frá Tassilaq til Reykjavíkur. Ekki er ljóst hvernig pilturinn hlaut skotsárið. 6.7.2012 12:02
Grænlenskur unglingur með skotsár fluttur til Reykjavíkur Í gær barst Norlandair beiðni um sjúkraflug til Grænlands. Flytja þurfti 13 ára gamlan dreng með skotsár í nára frá Tasiilaq til Reykjavíkur. 6.7.2012 11:49
Um 1000 gestir á Bestu útihátíðinni Um 1000 gestir voru á hátíðarsvæðinu að Gaddstaðaflötum í nótt, en þar fer fram Besta útihátíðin. Lögreglan segir að hátíðin hafi að mestu leyti farið rólega fram. Öflug gæsla og löggæsla er á svæðinu og verður henni haldið áfram um alla helgina. Um 10-15 mál komu upp hjá lögreglunni á Hvolsvelli, sem hefur eftirlit með svæðinu, og var lagt hald á nokkuð af fíkniefnum. 6.7.2012 11:48
Lyfjakostnaður lækkar þrátt fyrri aukna lyfjanotkun Lyfjakostnaður sjúkratrygginga, að undanskyldum S-merktum lyfjum (sjúkrahúslyf), lækkaði árið 2011 frá fyrra ári þrátt fyrir að lyfjanotkun hafi aukist á sama tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum Íslands. 6.7.2012 11:46
Myndirnar af ísbirninum ógreinilegar Hér má finna myndirnar sem ítölsku ferðamennirnir tóku af hvítabirni sem virtist vera á sundi í Húnaflóa nærri landi. Eins og sjá má á myndunum er nær ómögulegt að greina ísbjörn á þeim. 6.7.2012 10:43
Rannsaka viðskiptakjör birgja til matvöruverslana Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að hefja rannsókn á viðskiptakjörum nokkurra birgja til matvöruverslana. Þar verður rannsakað hvort mikill verðmunur í viðskiptum einstakra birgja við mismunandi verslanir hindri samkeppni og fari gegn samkeppnislögum. Í skýrslu eftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði sem kom út í janúar síðastliðnum var sýnt fram á mjög mikinn verðmun hjá einstökum birgjum eftir því hvaða verslanir eða verslanakeðjur áttu í hlut. Í skýrslunni voru leiddar að því lýkur að þessi mikli verðmunur hindraði samkeppni á dagvörumarkaði. 6.7.2012 10:15
Í sextán ára fangelsi fyrir morð Hlífar Vatnar Stefánsson var dæmdur í sextán ára fangelsi í morgun fyrir morðið á Þóru Eyjalín Gísladóttur í Hafnarfirði fyrr á árinu. Það var Héraðsdómur Reykjaness sem kvað dóminn upp. Hlífar Vatnar var jafnframt dæmdur til að greiða aðstandendum hennar samtals fjórar milljónir í miskabætur. 6.7.2012 09:58
Þyrlan fer í hvítabjarnaleit á hádegi Þyrla Landhelgisgæslunnar mun fara í loftið á hádegi til að leita að hvítabirni sem ítalskir ferðamenn töldu sig sjá í Húnaflóa í fyrradag. Þyrlan leitaði á stóru svæði í gær án árangurs en flogið var með strandlengjunni frá Skaga inn Húnafjörð, yfir Þingeyrarsand og fyrir Vatnsnes. Var síðan haldið áfram alveg vestur um og norður í Bjarnafjörð á Hornströndum. 6.7.2012 09:54
Selir taldir í Húnaþingi vestra Selatalning mun fara fram á Vatnsnesi og á Heggstaðarnesi í Húnaþingi vestra þann 22 Júlí næstkomandi og fara talningarnar þannig fram að allir sjáanlegir selir eru taldir samtímis á stórstreymisfjöru á u.þ.b. 100 km strandlengju. Selatalningin hefur farið fram árlega frá árinu 2007. Hún byggir algjörlega á þátttöku sjálfboðaliða sem vilja taka þátt í rannsóknarstörfum, ásamt því að njóta nærveru sela og náttúru. Talningin er skemmtileg upplifun fyrir alla náttúru- og dýraunnendur og þess má geta að samtals 1033 selir voru taldir í fyrra. Hingað til hefur áhuginn verið mikill bæði meðal heimamanna og ferðamanna. 6.7.2012 09:45
Tóku rangar ákvarðanir Sambland bilunar í búnaði og mannlegra mistaka varð til þess að frönsk farþegaþota hrapaði í Atlantshaf 2009. Kröfur um að bæta þjálfun flugmanna. 6.7.2012 08:00
Vegakerfið verður ekki bætt á einum degi „Vegakerfið í umsjá Vegagerðarinnar er 13 þúsund kílómetrar og þegar veghönnunarreglum er breytt segir það sig sjálft að þann sama dag verða 13 þúsund kílómetrar ekki aðlagaðir að reglum.“ Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, um fullyrðingar Ólafs Guðmundssonar, fulltrúa EuroRAP á Íslandi, í Fréttablaðinu í gær. 6.7.2012 07:00
Taka ákvörðun um frekari leit þegar líða tekur á daginn Ákvörðun um hvort halda beri áfram leitinni að hvítabirninum sem ítalskir ferðamenn töldu sig sjá í Húnaflóa í fyrradag verður tekin þegar líða tekur á morguninn. Þyrla Landhelgisgæslunnar leitaði á stóru svæði í gær án árangurs en flogið var með strandlengjunni frá Skaga inn Húnafjörð, yfir Þingeyrarsand og fyrir Vatnsnes. Var síðan haldið áfram alveg vestur um og norður í Bjarnafjörð á Hornströndum. Ekkert sást til dýrsins en hinsvegar fundu Gæslumenn öldumælisdufl sem hafði fyrir nokkru slitnað upp. Duflið hafði rekið frá Straumnesi, fyrir Horn og inn á Strandir. Duflið var tekið um borð og síðan flogið til eldsneytistöku á Ísafirði. Þyrlan lenti síðan í Reykjavík um klukkan hálfsex í gær. 6.7.2012 06:58
Yfir 180 börnum bjargað úr klóm glæpamanna í Kína Lögreglan í Kína hefur upprætt tvo stóra glæpahringi í landinu sem sérhæfðu sig í mansali á börnum. Jafnframt var yfir 180 börnum bjargað úr klóm þessara glæpamanna. 6.7.2012 06:56
Miklar skemmdir í bruna í Kópavogi Íbúðarhús í Selbrekku skemmdist mikið í bruna í nótt. Tilkynnt var um eldinn um klukkan hálfþrjú og klukkutíma síðar hafði slökkviliðið ráðið niðurlögum hans en á tíma logaði glatt. Húsið er einbýli á tveimur hæðum og kviknaði í á efri hæð. Tveir voru í húsinu og náðu þeir að koma sér út fyrir eigin rammleik. Nágranni sem kom til hjálpar þurfti hinsvegar að leyta sér aðstoðar á slysadeild sökum gruns um reykeitrun. Mikill erill hafði verið í sjúkraflutningum þar til skömmu fyrir útkallið og því voru allar stöðvar sem betur fer fullmannaðar þegar kallið kom, að því er vaktstjóri hjá slökkviliði segir. Ekki er ljóst um eldsupptök. 6.7.2012 06:55