Innlent

Villa í hugbúnaði - rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Vegna villu í hugbúnaði einstakra sjálfsafgreiðslutækja urðu til rangar færslur í greiðslukortakerfum landsins samkvæmt tilkynningu frá Reiknistofu bankanna.

Villan hafði áhrif á um 2% debetkorta í landinu og hefur Reiknistofa bankanna unnið í samvinnu við útgefendur og færsluhirða greiðslukorta að leiðréttingu þeirra reikninga sem villan hafði áhrif á.

Áætlað er að vinnu við leiðréttingu verði lokið fyrir klukkan 16:00 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×