Innlent

Woodgate á leið til Middlesbrough

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greina frá því að Jonathan Woodgate sé á leið til síns gamla félags, Middlesbrough, á frjálsri sölu á næstunni.

Woodgate fór frá Boro til Tottenham fyrir átta milljónir punda árið 2008 en hann var áður hjá Real Madrid í tvö ár.

Woodgate er alinn upp í Middlesbrough en hóf ferilinn með Leeds árið 1998. Síðan þá hafa meiðsli haft mikil áhrif á hans feril en Woodgate lék með Stoke City á síðustu leiktíð.

Sagt var frá því að Woodgate myndi gangast undir læknisskoðun í dag en þó á enn eftir að ganga frá samningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×