Erlent

Mannskætt rútuslys í Víetnam

Mynd/AP
Að minnsta kosti 34 fórust og 20 eru slasaðir eftir að rúta lenti úti í Serepok ánni í Víetnam í nótt. Rútan var á leið til höfuðborgarinnar Ho Chi Minh þegar bílstjórinn missti stjórnina á leið yfir brú á ánni.

Hinir slösuðu eru flestir í alvarlega slasaðir svo líklegt er að tala látinna eigi eftir að hækka. Ástand umferðarmála í Víetnman er eitt það lakasta í heiminum. Þar farast að meðaltali 33 á hverjum degi í umferðarslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×