Innlent

Þriðja besta kerfið í Evrópu

Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun.
Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt nýrri könnun. Fréttablaðið/Vilhelm
lHeilbrigðisþjónusta á Íslandi er sú þriðja besta í Evrópu samkvæmt könnun fyrirtækisins Health Consumer Powerhouse sem vinnur meðal annars með framkvæmdastjórn ESB. Könnunin byggir á ýmsum breytum, meðal annars aðgengi og fjölbreytni þjónustu.

Gefin eru stig allt upp í 1.000 og er Ísland með 799 stig. Holland (872) og Danmörk (822) eru fyrir ofan Ísland. Í athugasemdum segir að íslenska kerfið hefði sennilega verið í öðru sæti ef betri upplýsingar lægju fyrir um lyfjanotkun, en einn af styrkleikum kerfisins er reynsla og sambönd sem unglæknar fá við nám og störf erlendis. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×