Innlent

Dregur úr losun gróðurhúsaloftegunda

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda dróst saman um þrjú prósent á Íslandi milli áranna 2009 og 2010. Þetta kemur fram í frétt Umhverfisstofnunar. Losun gróðurhúsaloftegunda nam 4,5 milljónum tonna árið 2010 en mest var hún fimm milljónir tonn árið 2008. Minni eldsneytisnotkun við fiskveiðar, í vegasamgöngum og byggingarstarfsemi er talin helsta ástæða þess að dregið hefur úr losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×