Innlent

Uppsögn þung fyrir reksturinn

Deilurnar hverfast ekki síst um skólamálin í Garði og afskipti stjórnmálamanna þar af. Þessum virðist nokk sama.
Deilurnar hverfast ekki síst um skólamálin í Garði og afskipti stjórnmálamanna þar af. Þessum virðist nokk sama. fréttablaðið/anton
Uppsögn Ásmundar Friðrikssonar sem bæjarstjóra í Garði kostar bæjarfélagið tugi milljóna. Kostnaður vegna uppsagnarinnar nemur stórum hluta af tekjum sveitarfélagsins.

Ásmundur sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að kostnaðurinn gæti numið allt að 115 milljónum þegar upp væri staðið. Reiknaði hann þá með þeim möguleika að hann, nýr bæjarstjóri og þriðji bæjarstjórinn eftir næstu kosningar myndu þiggja laun.

Einar Jón Pálsson, fráfarandi forseti bæjarstjórnar, segist ekki vita hver endanlegur kostnaður verður eða hvernig greiðslum verði háttað. Fari svo að greiðslur til Ásmundar verði allar greiddar upp í einu sé það átak fyrir bæjarfélagið. „Ef greiða þarf alla upphæðina strax þýðir það niðurskurð, lántöku eða að ganga þurfi á sjóði bæjarfélagsins.“

Kolfinna S. Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs, segir rétt að um stórar upphæðir sé að tefla. Hins vegar eigi eftir að kanna lögmæti skuldbindinga samningsins við Ásmund.

Ársvelta sveitarfélagsins nemur 700 til 800 milljónum króna. Ógreidd laun Ásmundar nema því allt að fimm prósentum af veltu sveitarfélagsins í ár. -shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×