Innlent

Sigur Rós með hlustunarpartý í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin Sigur Rós er að gefa út nýja plötu.
Hljómsveitin Sigur Rós er að gefa út nýja plötu.
Alþjóðlegt hlustunarpartý hefst á netinu í dag á nýjustu plötu Sigur Rósar, Valtari. Klukkan sjö í öllum tímabeltum heimsins geta aðdáendur sveitarinnar farið inn á heimasíðu sveitarinnar og hlustað á plötuna í heild sinni. Aðdáendur sveitarinnar eru hvattir til að tísta og pósta myndum á Instagram frá hlustunarpartýunum sínum með #valtarihour auðkenninu.

Samkvæmt upplýsingum frá Kára Sturlusyni umboðsmanni Sigur Rósar munu fjölmargar útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum halda upp á "Valtari Hour" með því að spila plötuna í heild sinni klukkan sjö í sínu tímabelti.

Valtari kemur út 28. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×