Innlent

Donna var mjög viðkunnaleg og laus við stjörnustæla

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórir Baldursson vann með Donnu Summer að mörgum af hennar frægustu lögum.
Þórir Baldursson vann með Donnu Summer að mörgum af hennar frægustu lögum.
„Þetta var mjög viðkunnaleg ung kona þegar ég kynntist henni og það voru aldrei neinir stjörnustælar í henni, jafnvel þegar hún var orðin heimsfræg," segir Þórir Baldursson tónskáld, sem vann mikið með Donnu Summer og útsetti mörg af hennar frægustu lögum. Donna lést í dag, 63 ára að aldri.

„Hún var sem bakraddasöngkona þegar ég kynntist henni fyrst og þá vorum við nú ekki að vinna mikið saman beinlínis. Við vorum bæði að vinna fyrir aðra. En þegar ég fór að útsetja fyrir hana og spila inn á plöturnar að þá jókst samstarfið," segir Þórir. Þá hafi þau oft heimsótt hvort annað.

Þórir var síðast í sambandi við Donnu árið 1978.




Tengdar fréttir

Donna Summer látin

Diskósöngkonan Donna Summer lést á heimili sínu í dag eftir langa baráttu við brjóstakrabbamein. Summer naut mikilla vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar. Hún vann til fimm Grammy verðlauna á ferli sínum. Donna Summer var 64 ára þegar hún lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×