Innlent

Verður á launum til febrúar 2015

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Bæjarstjórinn í Sveitarfélaginu Garði las um það á netinu að til stæði að segja honum upp störfum. Uppsögn bæjarstjóra var einn af fjórum dagskrárliðum sem auglýstir voru á aukafundi bæjarstjórnar Garðs sem fram fór í gærkvöldi.

„Þetta er bara eins og hjá krökkunum sem segja hverju öðru upp með SMS,“ segir Ásmundur Friðriksson, fráfarandi bæjarstjóri, en samþykkt var á fundinum í gær að reka hann. Til stendur að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra.

„Kostnaðurinn gæti hins vegar numið um 50 milljónum plús launa annars bæjarstjóra,“ segir hann og kveðst samkvæmt samningi á launum fram í febrúar 2015. „Fari allt á versta veg getur nýr meirihluti staðið frammi fyrir því eftir næstu kosningar að vera með þrjá bæjarstjóra á launum.“ Heildarkostnað segir Ásmundur því geta orðið 115 milljónir króna.

Hvorki náðist í Jónínu Holm, forseta bæjarstjórnar né Kolfinnu S. Magnúsdóttur, formann bæjarráðs í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×