Innlent

Fimmtán teknir fyrir að pissa á almannafæri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu.
Ekið var á gangandi vegfaranda í Lækjargötu.
Fimmtán manns voru kærðir fyrir brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur í nótt, það er að hafa kastað af sér vatni á almannafæri í miðborginni. Nóttin var annars nokkuð annasöm hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Brotist var inn í heimahús í austurborginni og munum stolið. Unglingspiltar eru grunaðir um innbrotið og eru þeir í haldi lögreglu. Til stendur að yfirheyra þá núna.

Um klukkan hálffimm í morgun var ekið á gangandi vegfaranda í Lækjargötu. Meiðslin voru minniháttar en hann var samt fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þá var maður á þrítugsaldri handtekinn í Hafnarfirði í gærkvöld, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Við nánari athugun kom í ljós að ökumaður var einnig sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni sýnatöku og upplýsingaöflun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×