Erlent

Beðið eftir að þjófur skili demanti sem hann gleypti

Mynd/AFP
Maður sem grunaður er um að hafa gleypt afar verðmætan demant er í haldi lögreglunnar í Windsor í Kanada en þar á bæ bíða menn eftir því að demanturinn skili sér. Demanturinn er talinn vera um tveggja og hálfrar milljónar virði en kauði var að skoða demantinn í verslun þegar hann skipti honum út fyrir eftirlíkingu og gleypti hinn eina og sanna.

Síðan þetta gerðist er liðin heil vika, en ekkert bólar á steininum. Til að byrja með var trefjaríkri fæðu haldið að þjófnum en nú fær hann að borða hvað sem hann vill, að sögn kanadísku lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×