Innlent

Fljótandi lúxushótel við Skarfabakkann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipið er stórglæsilegt.
Skipið er stórglæsilegt. mynd/ afp.
Skemmtiferðaskipið Crystal Serenity lagði að höfn við Skarfabakka við Reykjavíkur um klukkan hálfátta í morgun með rúmlega eitt þúsund farþega. Þeir sem standa að komu skipsins segja að það sé fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Ísland í sumar en skipið. Crystal Serenity er fljótandi 5 stjörnu lúxushótel og með glæsilegustu skemmtiferðaskipum sem siglir um höfin. Skipið er 68 þúsund tonn að stærð og tekur alls 1080 farþega. Áhöfn telur 635 manns. Crystal Serenity kemur hingað frá St. John's á Nýfundnalandi en skipið er í heimsreisu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×