Erlent

Réttarhöldum yfir Mladic frestað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dómari hefur frestað réttarhöldunum yfir Mladic.
Dómari hefur frestað réttarhöldunum yfir Mladic.
Dómari frestaði í dag réttarhöldum yfir Ratko Mladic ótímabundið vegna mistaka saksóknara. Þeir höfðu látið fyrirfarast að afhenda verjendum Mladic málskjöl. Mladic er fyrrverandi yfirmaður serbneska hersins. Hann er sakaður um þjóðarhreinsanir í stíðinu á Balkansskaga. Ekki er neitt vitað um hversu langt hlé verður gert á réttarhöldunum en verjendur fóru fram á sex mánuði, eftir því sem fram kemur í frétt AP fréttastofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×