Innlent

Shell hefur ekkert viðurkennt

David Vareba hefur aðstoðað íbúa á óseyrum Nígeríufljóts við að leita réttar síns gegn Shell. Fréttablaðið/Stefán
David Vareba hefur aðstoðað íbúa á óseyrum Nígeríufljóts við að leita réttar síns gegn Shell. Fréttablaðið/Stefán
Olíufyrirtækið Shell ber ábyrgð á stórfelldri olíumengun á óseyrum Nígeríufljóts, sem staðið hefur yfir áratugum saman.

Nígeríski mannréttindafrömuðurinn David Vareba er staddur hér á landi á vegum samtakanna Amnesty International. Hann fjallar um áhrif olíumengunarinnar á mannréttindi íbúanna í hádegisfyrirlestri í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni í dag.

Hann er sjálfur fæddur í Bodo í Ogonilandi í Nígeríu og þekkir vel þær raunir sem íbúar á svæðinu hafa mátt þola af völdum umhverfisspjalla og mannréttindabrota olíurisans Shell.

Hann starfar fyrir samtök í Nígeríu sem meðal annars hafa unnið með Amnesty International að rannsókn á olíulekanum í Bodo árið 2008. Hann vinnur með íbúunum sjálfum og upplýsir þá um rétt þeirra og leiðir til að mótmæla mannréttindabrotum og umhverfisspjöllum.

Amnesty International hefur krafist þess að Shell viðurkenni neikvæð áhrif olíumengunar á mannréttindi íbúa á óseyrum Nígerfljóts. Einnig krefjast samtökin þess að olíumenguð svæði verði hreinsuð að fullu og samfélög á þessu svæði fái bætur.

Hádegisfyrirlesturinn hefst klukkan 12 og stendur í klukkustund. Hann verður í stofu 131.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×