Erlent

Enn eitt áfallið fyrir Kennedyfjölskylduna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Kennedy jr. ásamt Mary Richardson fyrrverandi eiginkonu sinni.
Robert Kennedy jr. ásamt Mary Richardson fyrrverandi eiginkonu sinni.
Kennedyfjölskyldan varð fyrir enn einu áfallinu í nótt þegar Mary Richardson, eiginkona Roberts F. Kennedy yngri, fannst látin á heimili sínu í New York fylki. Engar upplýsingar hafa verið gefnar út um dánarorsök en bandarískir fjölmiðlar fullyrða að hún hafi fundist hangandi með snöru um hálsinn. Robert Kennedy yngri er lögfræðingur og útvarpsmaður. Hann er bróðursonur Johns F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og sonur Roberts Kennedy fyrrverandi dómsmálaráðherra. Bræðurnir voru báðir myrtir á sjöunda áratug síðustu aldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×