Sextán fornbílar í lúxusferð um Ísland 18. maí 2012 06:00 Hér getur á að líta svipaðan bílaflota og verður á ferðinni hér á landi í júníbyrjun. Myndin er tekin í ferð Imperial Rallye árið 2009, en þá var ekið frá Prag til Feneyja. Mynd/Imperial Rallye Í júníbyrjun getur fólk átt von á því að sjá á þjóðvegum landsins 16 lúxusfornbíla á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, með viðkomu á mörgum helstu ferðamannastöðum. Þarna verður á ferð hópur ferðamanna á vegum franska fornbílaklúbbsins Imperial Rallye. „Þarna verða allt í allt um 40 manns á ferðinni,“ segir Catherine Ulrich, sem verður leiðsögumaður hópsins. Hún er landsmönnum að góðu kunn og hefur ferjað hér um margvíslega hópa síðustu 20 ár. Í vetur var hún hér á ferð í fimmtugasta sinn. „En þetta verður nú svolítið öðruvísi, því ég er vön að vera með fólk í bílum og tala við það á leiðinni. Núna verða allir í sínum eigin bíl,“ segir Catherine, sem þó á von á því að geta frætt ferðafólkið um land og þjóð á viðkomustöðum og í matartímum. Imperial Rallye blæs til ferða af þessu tagi á hverju ári, en í fyrra var til dæmis ekið um Portúgal og árið 2010 var ekið um Kína í fornbílum. Eðli málsins samkvæmt miða ferðir þessar að betur stæðum ferðamönnum. Catherine á þó ekki von á öðru en að vel fari um alla hér, þótt fólkið sé vant lúxus af öllu tagi. „Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir hún. Bílarnir koma með Norrænu í lok maí, en fólkið með flugi til Keflavíkur annan júní. Daginn eftir fara þau svo með flugi til Egilsstaða þar sem bílaflotinn bíður þeirra. „Og þá byrjum við á því að fara til Fáskrúðsfjarðar og þar verður líka sendiherra Frakklands á Íslandi og bæjarstjórinn í Fjarðabyggð,“ segir Catherine Ulrich. Hún segir hins vegar að hópurinn fari í tveimur rútum að franska kirkjugarðinum í Fáskrúðsfirði, því þar séu ekki stæði fyrir alla fornbílana. Hópurinn ekur síðan til suðurs, kemur við á Stöðvarfirði og gistir á Höfn í Hornafirði. Alls verður hópurinn í viku hér á landi og heldur af landi brott mánudaginn ellefta júní. Þá verða þau líka búin að vera í tvær nætur í Reykjavík, en til stendur að halda sýningu á bílunum að kvöldi níunda júní fyrir framan Hótel Borg þar sem hópurinn gistir. „Yngsti bíllinn í hópnum er frá árinu 1975, en hinir allir eldri,“ segir Catherine. olikr@frettabladid.is Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Í júníbyrjun getur fólk átt von á því að sjá á þjóðvegum landsins 16 lúxusfornbíla á leiðinni frá Egilsstöðum til Reykjavíkur, með viðkomu á mörgum helstu ferðamannastöðum. Þarna verður á ferð hópur ferðamanna á vegum franska fornbílaklúbbsins Imperial Rallye. „Þarna verða allt í allt um 40 manns á ferðinni,“ segir Catherine Ulrich, sem verður leiðsögumaður hópsins. Hún er landsmönnum að góðu kunn og hefur ferjað hér um margvíslega hópa síðustu 20 ár. Í vetur var hún hér á ferð í fimmtugasta sinn. „En þetta verður nú svolítið öðruvísi, því ég er vön að vera með fólk í bílum og tala við það á leiðinni. Núna verða allir í sínum eigin bíl,“ segir Catherine, sem þó á von á því að geta frætt ferðafólkið um land og þjóð á viðkomustöðum og í matartímum. Imperial Rallye blæs til ferða af þessu tagi á hverju ári, en í fyrra var til dæmis ekið um Portúgal og árið 2010 var ekið um Kína í fornbílum. Eðli málsins samkvæmt miða ferðir þessar að betur stæðum ferðamönnum. Catherine á þó ekki von á öðru en að vel fari um alla hér, þótt fólkið sé vant lúxus af öllu tagi. „Þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir hún. Bílarnir koma með Norrænu í lok maí, en fólkið með flugi til Keflavíkur annan júní. Daginn eftir fara þau svo með flugi til Egilsstaða þar sem bílaflotinn bíður þeirra. „Og þá byrjum við á því að fara til Fáskrúðsfjarðar og þar verður líka sendiherra Frakklands á Íslandi og bæjarstjórinn í Fjarðabyggð,“ segir Catherine Ulrich. Hún segir hins vegar að hópurinn fari í tveimur rútum að franska kirkjugarðinum í Fáskrúðsfirði, því þar séu ekki stæði fyrir alla fornbílana. Hópurinn ekur síðan til suðurs, kemur við á Stöðvarfirði og gistir á Höfn í Hornafirði. Alls verður hópurinn í viku hér á landi og heldur af landi brott mánudaginn ellefta júní. Þá verða þau líka búin að vera í tvær nætur í Reykjavík, en til stendur að halda sýningu á bílunum að kvöldi níunda júní fyrir framan Hótel Borg þar sem hópurinn gistir. „Yngsti bíllinn í hópnum er frá árinu 1975, en hinir allir eldri,“ segir Catherine. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira