Fleiri fréttir

Mexíkósk kona laug að hún gengi með níbura

Það var greint frá því í öllum helstu fjölmiðlum heims á fimmtudaginn að kona í Mexíkó ætti von á níburum. Þannig var greint frá því bæði á fréttavef okkar Vísi sem á RÚV og fleiri íslenskum fjölmiðlum að konan hefði gengist undir tæknifrjóvgun og ávöxturinn væru níu börn, sex stúlkur og þrír drengir.

Saka stjórnvöld um slóðaskap

Hægri grænir, flokkur fólksins, fordæmir það sem þeir kalla slóðaskap stjórnvalda gegn fólkinu í landinu. Þannig gagnrýnir framboðið meintan slóðaskap stjórnvalda á endurútreikningum- og greiðslum bankanna vegna ólöglegra gengislána til íslenskra heimila.

Skutu táragasi á mótmælendur í Malasíu

Lögreglan í Malasíu skutu táragasi á mótmælendur og handtóku á þriðja hundrað manns eftir að tugir þúsunda mótmælenda komu saman í borginni Kuala Lumpur í dag. Mótmælin eru tilkomin vegna kosninga þar í landi sem verða í júní, en mótmælendur krefjast sanngjarna og frjálsra kosninga. Flokkur forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur haldið um stjórnartaumana í landinu í nærri 55 ár.

Reykjanesið ruslakista rammaáætlunarinnar

Reykjanesið virðist vera ruslakista rammaáætlunarinnar og það virðist stefnt að því að gera Reykjanessskagann að einu samfelldu orkuvinnslusvæði. Þetta er meðal þess sem komið hefur fram á Náttúruverndarþingi sem hófst í morgun í Háskólanum í Reykjavík.

Fullorðnir með ADHD fá nær enga aðstoð nema lyfjameðferð

Nær engin meðferð fyrir fullorðna með ADHD er í boði nema lyfjameðferð og allt að hálfs árs bið er eftir meðferð hjá geðlæknum. Þetta segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Hún segir að ekki sé farið eftir leiðbeiningum Landlæknis um meðferð fólks með þessa röskun.

Stóðhestadegi Eiðfaxa frestað til morguns

Vegna óhagstæðrar veðurspár í dag, laugardag, verður Stóðhestadegi Eiðfaxa frestað um sólarhring. Hátíðin fer því fram á Selfossi á morgun, sunnudaginn 29. apríl kl. 14...

Ríkisstjórn Rúmeníu fallin

Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að vantraust á hana var samþykkt í rúmenska þinginu í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn í Rúmeníu fellur en stjórnin hafði einungis verið við völd í tæpa þrjá mánuði.

Spilltu hreiðri arnarpars

Hreiður hafarnapars í Breiðafirði var eyðilagt í vikunni. Náttúrustofa Vesturlands og Fuglavernd líta málið mjög alvarlegum augum, enda hefur örninn verið friðaður í tæpa öld. Augljóst sé að skemmdirnar hafi verið af mannavöldum.

Kviknaði í út frá tengikassa

Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að eldsupptök í stórbrunanum í Set á Selfossi í síðasta mánuði voru út frá rafmagni í tengikassa sem var staðsettur í suðvesturhluta lagerhússins sem brann.

Neitaði að fara úr leigubíl

Það seint í nótt þegar lögreglan var kölluð að slysadeildinni á Borgarspítalann. Þar kom í ljós að karlmaður sat inn í leigubíl og neitaði að yfirgefa bifreiðina. Þegar lögreglan spurði manninn um nafn og kennitölu neitaði hann að gefa upp þær upplýsingar. Var hann því færður í fangageymslur þar sem hann sefur úr sér.

Kona hljóp á staur og karlmaður reyndi að brjóta rúður

Þau voru fjölbreytt verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Þannig þurfti lögreglan að aðstoða unga konu á Laugaveginum við Barónstíg seint í gærkvöldi. Í fyrstu var talið að ekið hefði verið á hana. Síðar kom í ljós að hún hafði hlaupið á járnstaur og þannig hlotið meiðsl á mjöðm og á hendi.

Kínverskur andófsmaður flúði úr stofufangelsi

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur flúið úr stofufangelsi og er sagður í felum einhvers staðar í Peking. Embættismenn hófu strax ákafa leit að honum og beindu athyglinni í fyrstu að fjölskyldu hans.

Kammerkór Mosfellsbæjar er glaður á góðri stund

Vortónleikar Kammerkórs Mosfellsbæjar verða haldnir í Háteigskirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 17:00. Yfirskrift tónleikanna er: Nú er ég glaður á góðri stund, en það er upphafssetning í íslensku þjóðlagi sem Hallgrímur Pétursson orti.

Nauðgað á skipi drottningar

Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Dannebrog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk.

Gekk fagnandi út úr dómsal

Pólitísk ólga magnaðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu.

Ríkið á leið í erlent skuldabréfaútboð

Íslensk stjórnvöld hafa ráðið Deutsche Bank, JP Morgan og UBS til þess að annast fjárfestakynningu í Bandaríkjunum og Evrópu vegna fyrirhugaðrar útgáfu á ríkisskuldabréfum á erlendum mörkuðum. Frá þessu greindu fréttastofur Bloomberg og Reuters í gær.

Kanna lagningu sæstrengs

Ríkisstjórnin hefur samþykkt, að tillögu Oddnýjar G. Harðardóttur iðnaðar- og fjármálaráðherra, að skipa ráðgjafahóp til að kanna möguleikana á því að leggja sæstreng frá Íslandi til meginlands Evrópu.

Glerbotnsbátur sigli frá Rauðukusunesi

Þingvallanefnd hefur heimilað útgerð rafknúins útsýnisbáts með gegnsæjum botni til siglinga á Þingvallavatni. Þjóðgarðsvörður mælir með því að bryggja fyrir glerbytnuna verði í Rauðukusunesi en skipulagsmálin eru óleystur vandi.

Grænt ljós frá skipulagsstjóra

Hugmynd um að gera kvennasalernið í Bankastræti núll að sýningarsal fyrir myndlistarmenn mætir ekki fyrirstöðu í borgarkerfinu.

Dregið um 500 mílur til hafnar

Varðskipið Ægir tók norska línuskipið Torita í tog um klukkan 4 í gærmorgun. Skipið óskaði eftir aðstoð á miðvikudag, þegar það var statt um 500 sjómílur suðvestur af Garðskaga.

Einhliða upptaka alþjóðlegs gjaldmiðils raunhæfur kostur

Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvador, hvetur Íslendinga til að skoða þann valkost að taka einhliða upp alþjóðlegan gjaldmiðil. El Salvador tók einhliða upp Bandaríkjadal fyrir áratug síðan og segir Hinds, sem veitti þarlendum stjórnvöldum ráð

Áform um virkjun í Stóru-Laxá

Landsvirkjun hefur farið fram á við Orkustofnun að fá rannsóknaleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru-Laxá í Hreppum. Hreppsnefnd Hrunamanna hefur engar upplýsingar um málið og hefur óskað eftir fundi með fyrirtækinu.

Auglýst eftir nýjum yfirmönnum

Tillaga um ýmsar breytingar á stjórnkerfi borgarinnar var lögð fram í borgarráði á fimmtudag. Sett verður á laggirnar nýtt umhverfis- og skipulagssvið og ný skrifstofa eigna og atvinnuþróunar. Jafnframt á að breyta skipuriti fyrir miðlæga stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg og stofna embætti umboðsmanns borgarbúa.

Nú er hægt að uppfæra Facebook úr gröfinni

Aðdáendum samskiptavefa býðst nú að birta uppfærslur og myndir eftir dauða sinn. Þjónustan er kölluð "DeadSocial“ og hefur nú þegar fengið fjölda nýskráninga.

Tupac enn á ný kominn á vinsældarlista

Rapparinn Tupac er enn á ný kominn á vinsældarlistana vestanhafs. Hann steig á svið á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa verið látinn í rúmlega 15 ár.

Ótrúlegur bati eftir skelfilegt skíðaslys

Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir hrygg- og hálsbrotnaði í skíðaslysi í Noregi á aðfangadag síðastliðinn. Í fyrstu var talið að hún gæti ekki gengið framar en þremur vikum síðar tók hún sín fyrstu skref.

Tíminn illa nýttur frá hruni og tækifærum kastað á glæ

Stjórnvöld hafa ekki nýtt tímann sem skyldi frá hruni og þau kasta verðmætum á glæ með því að nýta ekki tækifærin. Þetta er kjarninn í snarpri gagnrýni tveggja kvenna, sem fram kom á fundi Samtaka atvinnulífsins í fyrradag um opinberar fjárfestingar.

Reglur um heimsóknir hertar á Litla Hrauni

Reglur um heimsóknir á Litla-Hrauni hafa verið hertar til muna eftir að lögfræðingur varð uppvís að því að leyfa skjólstæðingi sínum í gæsluvarðhaldi að hringja. Formaður lögmannafélags Íslands segir slíka hegðun koma óorði á stéttina.

Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB

Meirihluti landsmanna er andvígur inngöngu í Evrópusambandið. Samtals eru 53.8 prósent á móti inngöngu á meðan 27.5 prósent eru hlynnt henni. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Bandaríkjadalur besti kosturinn fyrir Ísland

Manuel Hinds, fyrrverandi fjármálaráðherra El Salvador, segir Bandaríkjadal vera besta kostinn sem framtíðargjaldmiðill Íslands. Hann segist bjartsýnn á að Íslandi vegni vel í framtíðinni, þar sem menntunarstig hér sé hátt og undirstöðurnar traustar.

Skiptar skoðanir um lokun Laugavegs

Ákveðið verður á mánudaginn hvort Laugavegur verði aftur gerður að göngugötu í sumar. Skiptar skoðanir eru meðal kaupmanna um málið en samkvæmt könnun vill meirihluti borgarbúa að götunni verði lokað fyrir bílaumferð.

Langir biðlistar hjá geðlæknum

Biðlistar eftir þjónustu geðlækna við fullorðna eru svo langir að það getur tekið hálft ár að fá aðstoð þeirra. Formaður ADHD samtakanna segist daglega fá símtöl frá örvæntingarfullu fólki sem veit ekki hvar aðstoð er að fá. Framkvæmdastjóri ADHD samtakana segir stöðuna grafalvarlega.

Skilaði stútfullu peningaveski á lögreglustöðina

Strangheiðarleg kona á miðjum aldri kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu síðdegis í gær og afhenti peningaveski sem hún hafði fundið í miðborginni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var talsvert af peningum í veskinu sem og greiðslukort og skilríki, og því tókst að finna eigandann. Sá reyndist vera erlendur ferðamaður en viðkomandi var mjög þakklátur þegar hann kom og sótti veskið í gærkvöld og hefur örugglega hugsað fallega til hinnar strangheiðarlegu og skilvísu konu.

Össur stingur upp á að hluti veiðileyfagjalds fari í markaðsstarf

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, varpaði fram þeirri hugmynd í ávarpi sínu í dag á ársfundi Íslandsstofu að hluti af veiðileyfagjaldi, eða á bilinu 500 til 600 milljónir króna, yrði notaður til þess að stórefla markaðsstarf í þágu íslensks sjávarútvegs.

Hnífamaður áfram í gæsluvarðhaldi

Sautján ára piltur, sem stakk konu á þrítugsaldri með hnífi í Kópavogi um síðustu helgi, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það er gert á grundvelli almannahagsmuna. Pilturinn er vistaður á viðeigandi stofnun í samráði við barnaverndaryfirvöld. Konan er á batavegi og var útskrifuð af gjörgæslu í vikunni.

Gíslatökumaðurinn yfirbugaður

Lögreglumenn hafa handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem tók fjóra menn í gíslingu í byggingu við Tottenham Court Road í miðborg Lundúna í dag. Leyniskyttur og fjölmargir lögreglumenn komu sér fyrir við bygginguna í dag og þá ræddu einnig sérþjálfaðir samningamenn við manninn í síma. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagts vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert að lifa fyrir. Samkvæmt Sky-fréttastofunni var maðurinn með gashylki utan á sér og hótaði að sprengja þau.

Skiptar skoðanir um göngugötur í miðborginni

Fjörutíu og þrjú prósent rekstraraðila í miðborginni segjast hafa mjög góða eða frekar góða reynslu af lokun gatna í miðborginni fyrir bílaumferð síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem samtökin Miðborgin okkar létu Félagsvísindastofnun til þess að gera. Þrjátíu og fimm prósent aðspurðra sögðust hinsvegar hafa frekar slæma eða mjög slæma reynslu af lokunum. Tuttugu og þrjú prósent sögðust síðan hvorki hafa góða né slæma reynslu af tilrauninni en til stendur að endurtaka hana í sumar og loka Laugavegi fyrir bílaumferð að hluta í sumar.

Vilja að skýrslu sérstaks saksóknara verði vísað frá

Verjendur fyrrverandi stjórnenda Kaupþings í svokölluðu al-Thani máli kröfðust þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag að dómurinn felli úr málskjölum greinargerð um rannsókn á málinu sem sérstakur saksóknari gerði, áður en ákært var í því.

Geir mætir í Sprengisand á sunnudaginn

Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra sem á dögunum var sakfelldur í Landsdómi af einum ákærulið en sýknaður í hinum, mætir í Sprengisand Sigurjóns M Egilssonar verðlaunablaðamanns á sunnudaginn klukkan 10 á Bylgjunni. Þeir ræða um Landsdóm, dóminn, ákærurnar, dómstóla og stjórnmál, áhrif Landsdómsins á samskipti milli stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna.

Stal nærbuxum og íþróttapesyu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt átján ára gamlan karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir umferðarlagabrot og þjófnað. Maðurinn stal meðal annars skóm og úlpu í Menntaskólanum í Kópavogi, heyrnartólum úr tölvuverslun og íþróttapeysu og nærbuxum úr íþróttavöruverslun. Hann keyrði einnig bifreið þrisvar sinnum undir áhrifum fíkniefna og var fyrir vikið sviptur ökurétti í sex mánuði. Hann játaði brot sín fyrir dómi.

Sjá næstu 50 fréttir