Innlent

Gáfu hagnað af sölu nikótínlyfs

Jón Viðar Stefánsson afhenti Ragnheiði Haraldsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn.
Jón Viðar Stefánsson afhenti Ragnheiði Haraldsdóttur forstjóra Krabbameinsfélagsins styrkinn.
Krabbameinsfélagið fékk í gær rúmlega eina og hálfa milljón króna í styrk frá heilsuvörufyrirtækinu Artasan.

Fyrirtækið flytur inn Nicotinell nikótínvörur og ákvað að láta allan söluhagnað í mars renna til Krabbameinsfélagsins. Að sögn Krabbameinsfélagsins lét fjöldi fyrirtækja söluhagnað eða annars konar stuðning renna til átaksins Mottumars, en enn er verið að skila inn styrkjum. Heildarupphæðin verður tekin saman og eru vonir bundnar við að hún hækki töluvert. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×