Erlent

Gekk fagnandi út úr dómsal

Yousuf Raza Gilani
Yousuf Raza Gilani
Pólitísk ólga magnaðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu.

Honum var þó hvorki gert að segja af sér né var hann dæmdur í fangelsi, eins og dómstóllinn hefði getað gert, og gekk hann því út úr dómhúsinu í fylgd fagnandi stuðningsmanna sinna. Búast má við að vaxandi þrýstingur verði á hann að segja af sér næstu mánuðina.

Lítilsvirðinguna er hann sagður hafa sýnt dómstól þegar hann neitaði að verða við úrskurði um að hann ætti að biðja stjórnvöld í Sviss um að hefja á ný rannsókn á spillingarmáli forseta landsins, Asif Ali Zardari.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×