Erlent

Ríkisstjórn Rúmeníu fallin

Búkarest í Rúmeníu.
Búkarest í Rúmeníu.
Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að vantraust á hana var samþykkt í rúmenska þinginu í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn í Rúmeníu fellur en stjórnin hafði einungis verið við völd í tæpa þrjá mánuði.

235 þingmenn studdu tillöguna sem er fjórum atkvæðum meira en þurfti samkvæmt stjórnarskrá Rúmeníu. Í gærkvöldi skipaði forseti Rúmeníu, Traian Basescu formann sósíaldemókrata Victor Ponta sem forsætisráðherra og hefur hann nú það verkefni að mynda nýja stjórn í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×