Innlent

Fullorðnir með ADHD fá nær enga aðstoð nema lyfjameðferð

Nær engin meðferð fyrir fullorðna með ADHD er í boði nema lyfjameðferð og allt að hálfs árs bið er eftir meðferð hjá geðlæknum. Þetta segir framkvæmdastjóri ADHD samtakanna. Hún segir að ekki sé farið eftir leiðbeiningum Landlæknis um meðferð fólks með þessa röskun.

Það var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að svo löng bið er eftir því að fá þjónustu geðlækna að starfsmenn ADHD samtakanna fá daglega fá símtöl frá örvæntingarfullu fólki og ungmennum. Framkvæmdastjóri ADHD samtakana segir stöðuna grafalvarlega börn geti fengið aðstoð en lítið sem ekkert blasi við hjá fullorðunum vegna skorts á geðlæknum.

Ellen Calmon, framkvæmdastjóri samtakanna, segir biðlista á Barna- og unglingageðdeildina lengjast um þessar mundir því læknar sem hafi verið með börn í meðferð hjá sér lengi vilji halda þeim hjá sér eftir að þau verði átján ára, því þeir viti að þau eigi ekki von á því að fá aðstoð eftir að þau verða fullorðin í kerfinu.

Henni þyki leitt að ekki sé farið eftir leiðbeiningum Landlæknisembættisins um þessi mál og fundaði í gær með starfsmönnum velferðarðráðuneytisins vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×